Kóalabirnir nú taldir vera svo gott sem útdauðir PK skrifar 24. maí 2019 06:00 Kóalabirnir eru af mörgum taldir einkennandi fyrir ástralskt dýralíf. Þessi kóalabjörn tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Í fréttatilkynningu Australian Koala Foundation (AKF) greinir frá því að stærð kóalabjarnastofnsins í Ástralíu sé orðin svo takmörkuð að stofnunin sjái nú fram á algjöra útrýmingu dýrategundarinnar. AKF hefur fylgst með 128 sýslum í Ástralíu síðan 2010 og segja það vera áfall að í 41 sýslu af þessum 128 sé nú enga kóalabirni að finna. „AKF telur að fjöldi kóalabjarna í Ástralíu sé ekki meiri en 80.000, sem er um eitt prósent af þeim átta milljón sem veiddir voru fyrir feld sinn og sendir til London á árunum 1890 til 1927,“ segir Deborah Tabart, framkvæmdastjóri AKF. Í bréfum til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og leiðtoga stjórnarandstöðunnar segir AKF örlög kóalabjarnanna vera í þeirra höndum, en AKF hefur ekki fengið svar samkvæmt áðurnefndri fréttatilkynningu. Tabart er gagnrýnin á núgildandi löggjöf um kóalabirnina og segir viðurstyggilegasta hluta hennar vera þá staðreynd að fyrirtækjum á svæðinu sé gefið leyfi til þess að taka – sem Tabart segir vera fegrunarheiti á að drepa – kóalabirni úr trjám sem á að höggva. Tabart skorar á forsætisráðherra Ástralíu að samþykkja nýtt lagafrumvarp sem kallast Koala Protection Act, frumvarp sem mun vernda bæði birnina og skógana sem þeir lifa í. Frumvarpið er byggt á svipaðri löggjöf í Bandaríkjunum um verndun skallaarnarins. Ljóst er að án tafarlausra aðgerða sér AKF fram á yfirvofandi útrýmingu kóalabjarnanna. „Einkennisdýr áströlsku ferðaþjónustunnar er að deyja út og nei, dýragarðar eru ekki lausnin. Lausnin er að bjarga búsvæði þeirra.“ Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu Australian Koala Foundation (AKF) greinir frá því að stærð kóalabjarnastofnsins í Ástralíu sé orðin svo takmörkuð að stofnunin sjái nú fram á algjöra útrýmingu dýrategundarinnar. AKF hefur fylgst með 128 sýslum í Ástralíu síðan 2010 og segja það vera áfall að í 41 sýslu af þessum 128 sé nú enga kóalabirni að finna. „AKF telur að fjöldi kóalabjarna í Ástralíu sé ekki meiri en 80.000, sem er um eitt prósent af þeim átta milljón sem veiddir voru fyrir feld sinn og sendir til London á árunum 1890 til 1927,“ segir Deborah Tabart, framkvæmdastjóri AKF. Í bréfum til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og leiðtoga stjórnarandstöðunnar segir AKF örlög kóalabjarnanna vera í þeirra höndum, en AKF hefur ekki fengið svar samkvæmt áðurnefndri fréttatilkynningu. Tabart er gagnrýnin á núgildandi löggjöf um kóalabirnina og segir viðurstyggilegasta hluta hennar vera þá staðreynd að fyrirtækjum á svæðinu sé gefið leyfi til þess að taka – sem Tabart segir vera fegrunarheiti á að drepa – kóalabirni úr trjám sem á að höggva. Tabart skorar á forsætisráðherra Ástralíu að samþykkja nýtt lagafrumvarp sem kallast Koala Protection Act, frumvarp sem mun vernda bæði birnina og skógana sem þeir lifa í. Frumvarpið er byggt á svipaðri löggjöf í Bandaríkjunum um verndun skallaarnarins. Ljóst er að án tafarlausra aðgerða sér AKF fram á yfirvofandi útrýmingu kóalabjarnanna. „Einkennisdýr áströlsku ferðaþjónustunnar er að deyja út og nei, dýragarðar eru ekki lausnin. Lausnin er að bjarga búsvæði þeirra.“
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira