Enski boltinn

Sjáðu hvað Manchester City stjörnurnar gerðu við Englandsbikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero var nú ekki að handleika þennan bikar í fyrsta sinn á ferlinum.
Sergio Aguero var nú ekki að handleika þennan bikar í fyrsta sinn á ferlinum. Getty/Michael Regan/
Manchester City tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð á dögunum og bætti síðan enska bikarnum við viku síðar.

Margir höfðu aftur á móti áhyggjur af enska meistarabikarnum eftir að myndir fóru að birtast á netinu.

Um tíma leit út fyrir að leikmenn Manchester City hefðu hreinlega eyðilagt bikarinn í fagnaðarlátum sínum en nú hefur félagið komið fram með allan sannleikinn í málinu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Manchester City sem segir alla söguna en þar má sjá stórstjörnurnar Sergio Aguero og Kevin De Bruyne láta mynda sig með bikarinn í hópi stuðningsmanna City.  



Nokkrir grunlausir stuðningsmenn Man. City voru þarba fórnarlömb í stórkostlegum hrekk þar sem stórstjörnur Man. City, Sergio Aguero og Kevin De Bruyne, voru í aðalhlutverki.

Hópi stuðningsmanna hafði verið boðið í heimsókn til þess að sjá bikarinn og hitta stjörnurnar. Stór stund hjá þeim. Stuðningsmennirnir vissu þó ekki að þeir voru að ganga inn í hrekk þar sem allt var myndað eins og sést hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×