Segir að Coutinho sjái eftir því að hafa farið frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2019 11:30 Philippe Coutinho Getty/ Andrew Powell Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Maður sem þekkir vel til hjá Liverpool er viss um að Philippe Coutinho sjái mikið eftir því að hafa farið frá Liverpool í janúar 2018. Philippe Coutinho vildi ólmur komast til Barcelona sem endaði með því að Liverpool seldi hann til spænska félagsins fyrir upphæð sem byrjaði í 105 milljónum punda en gæti endað í 142 milljónum punda. Fyrsta eina og hálfa tímabil Philippe Coutinho á Nývangi hefur aftur á móti ekki verið neinn dans á rósum. Coutinho hefur verið harðlega gagnrýndur, bæði af fjölmiðlum en líka af stuðningsmönnum Barcelona.Philippe Coutinho "regrets" leaving Liverpool, according to Anfield chiefhttps://t.co/F6pEG2bntXpic.twitter.com/lLo9pStDub — Mirror Football (@MirrorFootball) May 31, 2019Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, sagði í viðtali við Liverpool Echo að Coutinho sjái líklega eftir því að hafa farið frá Liverpool. Werner vill ráðleggja stórstjörnum Liverpool í dag um að skoða sögu hans Coutinho. Eins og áður þá eru stóru stjörnur Liverpool liðsins stanslaust orðaðir við spænsku stórliðin. Það er ekkert nýtt en Liverpool hefur á síðustu árum selt bæði Luis Suarez og Philippe Coutinho til Barcelona. Þetta gekk upp hjá Suarez en sömu sögu er ekki að segja af Coutinho. „Ég vil bara benda á sögu Philippe Coutinho. Ég hef ekkert nema gott að segja um Philippe. Ég tel að hann hafi yfirgefið Liverpool af því að hann vildi spila fyrir annað af risafélögunum á Spáni,“ sagði Tom Werner. Werner segir að Coutinho hafi átt að trúa á það að Liverpool væri að verða eitt af stóru klúbbunum í Evrópu á nýjan leik.Tom Werner has vowed that FSG are fully committed to helping to deliver a golden era for Liverpool as he admitted: “We're hungry for silverware" Exclusive interview from @JamesPearceEchohttps://t.co/JyMOiCezJx — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 30, 2019„Við reyndum að sannfæra hann um að félagið okkar væri á réttri leið og hann fengi að upplifa stóra leiki í Meistaradeildinni ef hann yrði áfram. Ég held að hann sjái líklega eftir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Warner. Philippe Coutinho hefur skorað 13 mörk í 51 deildarleik með Barcelona en var með 41 deildarmark í 152 leikjum með Liverpool. Hann var lánaður til Spánar tímabilið 2011-12 og skoraði þá 5 mörk í 16 leikjum með Espanyol. Philippe Coutinho er að öllum líkindum á förum frá Barcelona en það eru ekki öll félög sem eru tilbúin að borga launin hans. Mestar líkur eru þó að hann fari aftur til Englands þar sem hann spilaði mjög vel með Liverpool liðinu. Chelsea er nýjasta félagið sem er sagt hafa mikinn áhuga á brasilíska landsliðsmanninum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira
Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Maður sem þekkir vel til hjá Liverpool er viss um að Philippe Coutinho sjái mikið eftir því að hafa farið frá Liverpool í janúar 2018. Philippe Coutinho vildi ólmur komast til Barcelona sem endaði með því að Liverpool seldi hann til spænska félagsins fyrir upphæð sem byrjaði í 105 milljónum punda en gæti endað í 142 milljónum punda. Fyrsta eina og hálfa tímabil Philippe Coutinho á Nývangi hefur aftur á móti ekki verið neinn dans á rósum. Coutinho hefur verið harðlega gagnrýndur, bæði af fjölmiðlum en líka af stuðningsmönnum Barcelona.Philippe Coutinho "regrets" leaving Liverpool, according to Anfield chiefhttps://t.co/F6pEG2bntXpic.twitter.com/lLo9pStDub — Mirror Football (@MirrorFootball) May 31, 2019Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, sagði í viðtali við Liverpool Echo að Coutinho sjái líklega eftir því að hafa farið frá Liverpool. Werner vill ráðleggja stórstjörnum Liverpool í dag um að skoða sögu hans Coutinho. Eins og áður þá eru stóru stjörnur Liverpool liðsins stanslaust orðaðir við spænsku stórliðin. Það er ekkert nýtt en Liverpool hefur á síðustu árum selt bæði Luis Suarez og Philippe Coutinho til Barcelona. Þetta gekk upp hjá Suarez en sömu sögu er ekki að segja af Coutinho. „Ég vil bara benda á sögu Philippe Coutinho. Ég hef ekkert nema gott að segja um Philippe. Ég tel að hann hafi yfirgefið Liverpool af því að hann vildi spila fyrir annað af risafélögunum á Spáni,“ sagði Tom Werner. Werner segir að Coutinho hafi átt að trúa á það að Liverpool væri að verða eitt af stóru klúbbunum í Evrópu á nýjan leik.Tom Werner has vowed that FSG are fully committed to helping to deliver a golden era for Liverpool as he admitted: “We're hungry for silverware" Exclusive interview from @JamesPearceEchohttps://t.co/JyMOiCezJx — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 30, 2019„Við reyndum að sannfæra hann um að félagið okkar væri á réttri leið og hann fengi að upplifa stóra leiki í Meistaradeildinni ef hann yrði áfram. Ég held að hann sjái líklega eftir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Warner. Philippe Coutinho hefur skorað 13 mörk í 51 deildarleik með Barcelona en var með 41 deildarmark í 152 leikjum með Liverpool. Hann var lánaður til Spánar tímabilið 2011-12 og skoraði þá 5 mörk í 16 leikjum með Espanyol. Philippe Coutinho er að öllum líkindum á förum frá Barcelona en það eru ekki öll félög sem eru tilbúin að borga launin hans. Mestar líkur eru þó að hann fari aftur til Englands þar sem hann spilaði mjög vel með Liverpool liðinu. Chelsea er nýjasta félagið sem er sagt hafa mikinn áhuga á brasilíska landsliðsmanninum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira