Enski boltinn

Tottenham vill fá leikstjórnandann í Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Maddison kom með beinum hætti að 14 mörkum á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Maddison kom með beinum hætti að 14 mörkum á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, vill fá miðjumanninn James Maddison frá Leicester City í sumar. Mirror greinir frá.

Tottenham hefur ekki keypt leikmann í síðustu tveimur félagaskiptagluggum og Pochettino vill styrkja liðið í sumar.

Hann horfir hýru auga til Maddisons sem skoraði sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili með Leicester. Hann kom til Refanna frá Norwich City fyrir síðasta tímabil.

Maddison hefur æft með enska landsliðinu að undanförnu en var ekki valinn í Þjóðadeildarhópinn. Þess í stað fer hann með U-21 árs landsliðinu á EM á Ítalíu og í San Marinó.

Tottenham mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×