Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 13:21 Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Vísir/Getty Þungunarrofslöggjöf Georgíuríkis sem samþykkt var fyrr í mánuðinum bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Löggjöfin hefur verið harðlega gagnrýnd enda er tímaramminn svo skammur að fresturinn rennur út áður en margar konur vita að þær séu þungaðar. Margar Hollywood-stjörnur hafa stigið fram og gagnrýnt löggjöfina sem mörgum finnst öfugsnúin þróun í kvenréttindabaráttunni. Nú hefur stórfyrirtækið Disney bæst við í hóp gagnrýnenda og íhugar fyrirtækið nú að færa framleiðslu sína úr ríkinu en BBC greinir frá. Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Margir starfsmenn fyrirtækisins neita að starfa þarna fari svo að lögin verði formlega tekin í notkun og fyrirtækið þurfi að hlusta á óskir þeirra. Áður hefur Netflix gefið það út að fyrirtækið íhugi einnig að færa framleiðslu sína annað. Myndi hafa gífurlegar afleiðingar Í skýrslu sem kom úr fyrir árið 2017 kom í ljós að Georgía var í öðru sæti yfir tökustaði mynda sem þénuðu mest á því ári. Afleiðingarnar yrðu því gífurlega miklar fyrir marga þjálfaða kvikmyndagerðarmenn í fylkinu sem myndu líklega þurfa að flytja annað til þess að halda áfram að starfa í iðnaðinum. Löggjöfin á að taka gildi þann 1. janúar á næsta ári en búist er við því að látið verði reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum og telja margir að hið endanlega markmið sé að láta reyna á lögin fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Fari málið fyrir Hæstarétt opnast þar gluggi fyrir réttinn til þess að endurskoða niðurstöðu í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 þar sem niðurstaðan var að fjórða grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt til friðhelgi einkalífs verndaði einnig rétt kvenna til fóstureyðinga. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Þungunarrof Tengdar fréttir Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Þungunarrofslöggjöf Georgíuríkis sem samþykkt var fyrr í mánuðinum bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Löggjöfin hefur verið harðlega gagnrýnd enda er tímaramminn svo skammur að fresturinn rennur út áður en margar konur vita að þær séu þungaðar. Margar Hollywood-stjörnur hafa stigið fram og gagnrýnt löggjöfina sem mörgum finnst öfugsnúin þróun í kvenréttindabaráttunni. Nú hefur stórfyrirtækið Disney bæst við í hóp gagnrýnenda og íhugar fyrirtækið nú að færa framleiðslu sína úr ríkinu en BBC greinir frá. Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Margir starfsmenn fyrirtækisins neita að starfa þarna fari svo að lögin verði formlega tekin í notkun og fyrirtækið þurfi að hlusta á óskir þeirra. Áður hefur Netflix gefið það út að fyrirtækið íhugi einnig að færa framleiðslu sína annað. Myndi hafa gífurlegar afleiðingar Í skýrslu sem kom úr fyrir árið 2017 kom í ljós að Georgía var í öðru sæti yfir tökustaði mynda sem þénuðu mest á því ári. Afleiðingarnar yrðu því gífurlega miklar fyrir marga þjálfaða kvikmyndagerðarmenn í fylkinu sem myndu líklega þurfa að flytja annað til þess að halda áfram að starfa í iðnaðinum. Löggjöfin á að taka gildi þann 1. janúar á næsta ári en búist er við því að látið verði reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum og telja margir að hið endanlega markmið sé að láta reyna á lögin fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Fari málið fyrir Hæstarétt opnast þar gluggi fyrir réttinn til þess að endurskoða niðurstöðu í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 þar sem niðurstaðan var að fjórða grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt til friðhelgi einkalífs verndaði einnig rétt kvenna til fóstureyðinga.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Þungunarrof Tengdar fréttir Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00