Alls stefnir félagið á að reisa 130 íbúðir í Gufunesi en verkefnið er stærsta einstaka verkefnið innan átaks borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum. Borgarráð hefur nú samþykkt lóðavilyrði til félagsins á grundvelli samkeppninnar. Þorpið hugsar þetta nýja hverfi í Gufunesi sem lifandi vistþorp í borg, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.
Stefnt er að því að íbúðirnar verða vandaðar, umhverfisvænar og ódýrar. Þorpið vistfélag byggir íbúðir sínar í Gufunesi úr timbureiningu sem framleiddar verða í Lettlandi í samstarfi við Modulus.

Í gildandi deiliskipulagi er leyfi til þess að byggja fimm til sjö hæða blokkir á lóðinni. Hugmyndafræði félagsins byggir hins vegar á lægri og þéttari byggð þar sem tveggja til fjögurra hæða hús eru byggð í kringum sameiginlegt torg. Grænar götur tengja saman byggðina sem opnast út til sjávar. Við torgið verða sameiginlegt þvottahús, kaffihús og veislusalur ástamt pósthúsi fyrir aðsendar vörur og matvæli. Hverfið eigi þannig að verða sjálfbært þorp þar sem göturnar eru vistgötur fyrir fólk en ekki bíla, að því er segir í tilkynningu félagsins.
Hönnuðir Gufunesverkefnis Þorpsins eru Yrki arkitektar