Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 19:53 Frá Hinsegin dögum árið 2018. Á myndinni sjást Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Gunnlaugur Bragi Björnsson mála Skólavörðustíginn í regnbogalitum. Nú munu Reykvíkingar fá varanlegan regnboga. Vísir/Vilhelm Í kvöld samþykkti borgarstjórn tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavík. Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar og verður umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að staðsetningu. Tillagan var samþykkt einróma og fagnar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, regnbogagötunni í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg,“ skrifar Líf og óskar borgarbúum til hamingju.Tímabært að skrifa tilveru hinsegin fólks aftur inn í söguna Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegin daga, flutti tillöguna og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. „Það er engin tilviljun að tillagan sé lögð fram í júnímánuði 2019 enda eru bæði þessi mánuður og árið í ár þýðingarmikið fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess,“ sagði Gunnlaugur og vísaði þar til Stonewall uppreisnarinnar þar sem gestir LBTGQ-barsins Stonewell risu upp gegn lögreglunni eftir að þeir réðust inn. Atburðurinn er sagður hafa markað kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Allar götur síðan hefur 27. júní markað alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks og er mánuðurinn tileinkaður þeim.Regnbogagatan hefur verið fastur liður í dagskrá Hinsegin daga ár hvert.Vísir/Vilhelm Hann segir enn langt í land í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks um allan heim. „Lengst af var tilvera hinsegin fólk skráð út úr sögunni en nú er tímabært að skrifa hana inn aftur. Ekki vegna þess að baráttan sé unnin. Langt því frá. Á hverjum degi glímir hinsegin fólk við ýmis konar áreiti og mismunun í samfélaginu. Líkamsárásir og hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn. Fullu lagalegu jafnrétti hefur ekki verið náð. Og þannig mætti áfram telja.“ Þá segir hann að með því að samþykkja hinn varanlega regnboga myndi Reykjavík bætast í hóp þeirra borga sem þegar hafa farið í slíkar framkvæmdir og yrði hann til marks um það að í frjálslyndu og víðsýnu borgarsamfélagi sé pláss fyrir okkur öll. „Það væru því ekki bara litríkar, heldur einnig táknrænar og virðingarverðar, kveðjur borgarstjórnar til hinsegin samfélagsins í þessum sögulega júnímánuði, að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir.“ Borgarstjórn Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Sjá meira
Í kvöld samþykkti borgarstjórn tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavík. Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar og verður umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að staðsetningu. Tillagan var samþykkt einróma og fagnar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, regnbogagötunni í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg,“ skrifar Líf og óskar borgarbúum til hamingju.Tímabært að skrifa tilveru hinsegin fólks aftur inn í söguna Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegin daga, flutti tillöguna og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. „Það er engin tilviljun að tillagan sé lögð fram í júnímánuði 2019 enda eru bæði þessi mánuður og árið í ár þýðingarmikið fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess,“ sagði Gunnlaugur og vísaði þar til Stonewall uppreisnarinnar þar sem gestir LBTGQ-barsins Stonewell risu upp gegn lögreglunni eftir að þeir réðust inn. Atburðurinn er sagður hafa markað kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Allar götur síðan hefur 27. júní markað alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks og er mánuðurinn tileinkaður þeim.Regnbogagatan hefur verið fastur liður í dagskrá Hinsegin daga ár hvert.Vísir/Vilhelm Hann segir enn langt í land í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks um allan heim. „Lengst af var tilvera hinsegin fólk skráð út úr sögunni en nú er tímabært að skrifa hana inn aftur. Ekki vegna þess að baráttan sé unnin. Langt því frá. Á hverjum degi glímir hinsegin fólk við ýmis konar áreiti og mismunun í samfélaginu. Líkamsárásir og hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn. Fullu lagalegu jafnrétti hefur ekki verið náð. Og þannig mætti áfram telja.“ Þá segir hann að með því að samþykkja hinn varanlega regnboga myndi Reykjavík bætast í hóp þeirra borga sem þegar hafa farið í slíkar framkvæmdir og yrði hann til marks um það að í frjálslyndu og víðsýnu borgarsamfélagi sé pláss fyrir okkur öll. „Það væru því ekki bara litríkar, heldur einnig táknrænar og virðingarverðar, kveðjur borgarstjórnar til hinsegin samfélagsins í þessum sögulega júnímánuði, að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir.“
Borgarstjórn Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Sjá meira