Gjaldþrot Fasteignafélagsins Ártúns, sem stofnað var árið 2005 til að halda utan um fasteignir BM Vallá, nam tæplega 12 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní 2010 með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.
Skiptum á búinu lauk 27. maí síðastliðinn og komu tæplega 2,5 milljarðar króna upp í lýstar veðkröfur sem greiddust veðhöfum við sölu eigna og/eða að því marki sem þeir leystu til sín veðbundnar eignir.
Lýstar almennar kröfur námu rúmlega 900 milljónum króna. Ekkert kom til úthlutunar upp í þær að því er segir í Lögbirtingablaðinu.
12 milljarða gjaldþrot fasteignafélags BM Vallá
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku
Viðskipti innlent

Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf

Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja
Viðskipti innlent


Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims
Viðskipti erlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent