Enski boltinn

Klopp fær nýjan samning hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klopp í skrúðgöngunni í gær.
Klopp í skrúðgöngunni í gær. vísir/getty
Það þarf ekkert að sannfæra eigendur Liverpool enn frekar um að Jurgen Klopp sé maðurinn til þess að leiða félagið inn í framtíðina og Þjóðverjinn má eiga von á nýju samningstilboði frá félaginu mjög fljótlega.

Núverandi samningur Klopp við félagið er til ársins 2022 en eigendur liðsins vilja halda honum mikið lengur. Klopp vann Meistaradeildina með liðinu í vetur og endaði í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þó svo liðið hefði fengið 97 stig og aðeins tapað einum leik.

„Jurgen er frábær þjálfari en það sem er ekki síður mikilvægt er að hann er auðmjúkur og notalegur maður,“ sagði Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool.

Titillinn um helgina var sá fyrsti sem Liverpool vinnur undir stjórn Klopp. Stjórinn fór á kostum í sigurskrúðgöngunni í gær. Talið er að um 750 þúsund manns hafi fagnað liðinu.

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað það búa margir í Liverpool en það virðist ekki vera pláss fyrir stuðningsmenn fleiri liða. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp.


Tengdar fréttir

Upphafið að nýrri valdatíð Liverpool?

Liverpool varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins í gærkvöld þegar lærisveinar Jurgen Klopp höfðu betur gegn Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×