Metþátttaka í hátíðarhöldunum í Reykjavík í einstöku blíðviðri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. júní 2019 19:00 Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins.Fyrsta skrúðaganga dagsins var farin frá Austurvelli um hádegi og að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar lagði blómsveig við hátíðalega athöfn.Hátt í sjötíu þrettán til sextán ára ungmenni sem setið höfðu við hátíðarhöldin á Austurvelli héldu þingfund á Alþingi að þeim loknum. Þau fluttu margar eldræður þar sem jafnrétti, umhverfismál heilbrigðismál og málefni fatlaðra var þeim ofarlega í huga og afhentu síðan forsætisráðherra ályktun.„Við vonum innilega að Alþingi taki mark á tillögum okkar,“ sagði Dagný Erla Gunnarsdóttir sem tók þátt í ungmennaþinginu.Í sama streng tók Magnús Árni Pétursson sem var einnig fulltrúi en hann sagði að ungmennin hefðu verið margar vikur að undirbúa sig fyrir fundinn í dag.Formleg skemmtidagskrá hófst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan eitt niður Skólavörðustíg og að Hljómskálagarðinum. Guðmundur Birgir Halldórsson viðburðastjóri og kynnir hátíðarinnar var afar ánægður með daginn og sagði að hátíðin í ár væri ein sú fjölmennasta síðustu ár. Þá var hann afar ánægður með veðurblíðuna sem lék við borgarbúa. „Við gerðum rannsókn á veðurfari á 17. júní fyrir þessi hátíðarhöld og þar kom í ljós að í um 85% tilvika hefur rignt á þessum degi síðustu 75 ár. Það er því alveg frábært að sjá hvað veðrið er gott í dag,“ sagði Guðmundur. Víða mátti sjá konur í fallegum þjóðbúningum í dag. Klara Rún Hilmarsdóttir var ein þeirra en hún sagðist vonast til að sjá fleiri konur í þjóðbúningi. Hún notaði sinn eins oft og tækifæri gæfust til. Borgarbúum var einnig boðið að smakka á 75 metra langri lýðveldisköku á Sóleyjargötu sem kvenfélagasambandskonur tóku þátt í að skera. Kakan kláraðist fljótlega en það var Landssamband bakarameistara sem stóð fyrir bakstrinum. Jóhannes Felixson formaður sambandsins sagði að mörg önnur sveitarfélög byðu uppá slíka köku í tilefni dagsins. Flest bakarí á höfuðborgarsvæðinu hefðu tekið þátt í að baka þessa köku. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fengu fyrstu sneiðarnar og voru afar ánægð með bragðið aðallega hvað það var mikill marsípan á kökunni. Skemmtidagskrá stóð til klukkan fimm og var vegleg eins og víða um land. Sumir missa nánast aldrei af dagskránni. 17. júní Reykjavík Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins.Fyrsta skrúðaganga dagsins var farin frá Austurvelli um hádegi og að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar lagði blómsveig við hátíðalega athöfn.Hátt í sjötíu þrettán til sextán ára ungmenni sem setið höfðu við hátíðarhöldin á Austurvelli héldu þingfund á Alþingi að þeim loknum. Þau fluttu margar eldræður þar sem jafnrétti, umhverfismál heilbrigðismál og málefni fatlaðra var þeim ofarlega í huga og afhentu síðan forsætisráðherra ályktun.„Við vonum innilega að Alþingi taki mark á tillögum okkar,“ sagði Dagný Erla Gunnarsdóttir sem tók þátt í ungmennaþinginu.Í sama streng tók Magnús Árni Pétursson sem var einnig fulltrúi en hann sagði að ungmennin hefðu verið margar vikur að undirbúa sig fyrir fundinn í dag.Formleg skemmtidagskrá hófst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan eitt niður Skólavörðustíg og að Hljómskálagarðinum. Guðmundur Birgir Halldórsson viðburðastjóri og kynnir hátíðarinnar var afar ánægður með daginn og sagði að hátíðin í ár væri ein sú fjölmennasta síðustu ár. Þá var hann afar ánægður með veðurblíðuna sem lék við borgarbúa. „Við gerðum rannsókn á veðurfari á 17. júní fyrir þessi hátíðarhöld og þar kom í ljós að í um 85% tilvika hefur rignt á þessum degi síðustu 75 ár. Það er því alveg frábært að sjá hvað veðrið er gott í dag,“ sagði Guðmundur. Víða mátti sjá konur í fallegum þjóðbúningum í dag. Klara Rún Hilmarsdóttir var ein þeirra en hún sagðist vonast til að sjá fleiri konur í þjóðbúningi. Hún notaði sinn eins oft og tækifæri gæfust til. Borgarbúum var einnig boðið að smakka á 75 metra langri lýðveldisköku á Sóleyjargötu sem kvenfélagasambandskonur tóku þátt í að skera. Kakan kláraðist fljótlega en það var Landssamband bakarameistara sem stóð fyrir bakstrinum. Jóhannes Felixson formaður sambandsins sagði að mörg önnur sveitarfélög byðu uppá slíka köku í tilefni dagsins. Flest bakarí á höfuðborgarsvæðinu hefðu tekið þátt í að baka þessa köku. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fengu fyrstu sneiðarnar og voru afar ánægð með bragðið aðallega hvað það var mikill marsípan á kökunni. Skemmtidagskrá stóð til klukkan fimm og var vegleg eins og víða um land. Sumir missa nánast aldrei af dagskránni.
17. júní Reykjavík Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira