Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 13:30 Frá æfingu slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld. Mynd/Ágúst Ágútsson Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Undanfarana daga hefur verið varað við gróðureldum í Skorradal vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í kjölfar æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld sagði Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að hann fagnaði áhuga sumarhúsaeigenda á því að taka þátt í æfingu með slökkviliðinu. Hann sagðist hafa heyrt af áhuga sumarhúsaeigenda í fjölmiðlum, þeir hafi aldrei haft samband við slökkviliðið. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“ Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína?„Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ sagði Þórður.Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðssstjóri Borgarbyggðar.Mynd/Ágúst ÁgústssonÍ tilkynningunni stjórnar sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal eru ummælin skrifuð á þekkingar- og reynsluleysi varaslökkviliðsstjórans. Fjölmörg dæmi séu um að almennir borgara hafi skipst sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Vísað er til þess að almennur borgari sem notaði eigin tæki hafi bjargað miklu í sinubruna í Hvammshlíð 2013. Annað nýlegra dæmi sé úr Fitjahlíð frá síðastliðnum páskum þegar eldur kom upp í sumarhúsi. Þá hafi eigendur og almennir borgarar á svæðinu slökkt eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn 50 mínútum eftir að tilkynning barst.Eldur kviknaði í sumarhúsi í Fitjahlíð í Skorradal um páskana.Mynd/AðsendÓskað eftir samstarfi við slökkvilið Sumarhúsafélagið í Fitjahlíð harmar að ekki hafi verið komið á samstarfi við slökkvilið vegna þjálfunar íbúa í Skorradal og fræðslu um viðbrögð vegna bruna. Félagið segist hafa óskað eftir því við slökkviliðsstjóra fyrir þremur árum. Sumarhúsaeigendur segjast ánægðir með æfingu slökkviliðsins í Skorradal síðastliðið föstudagskvöld. Ánægjulegt hafi verið að að sjá loksins slökkviliðið koma í dalinn og kynna sér aðstæður. Garðyrkjumenn eru sagðir ánægðir enda hafi slökkviliðið vökvað stór svæði í dalnum sem hafi verið farin að skrælna. Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Undanfarana daga hefur verið varað við gróðureldum í Skorradal vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í kjölfar æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld sagði Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að hann fagnaði áhuga sumarhúsaeigenda á því að taka þátt í æfingu með slökkviliðinu. Hann sagðist hafa heyrt af áhuga sumarhúsaeigenda í fjölmiðlum, þeir hafi aldrei haft samband við slökkviliðið. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“ Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína?„Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ sagði Þórður.Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðssstjóri Borgarbyggðar.Mynd/Ágúst ÁgústssonÍ tilkynningunni stjórnar sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal eru ummælin skrifuð á þekkingar- og reynsluleysi varaslökkviliðsstjórans. Fjölmörg dæmi séu um að almennir borgara hafi skipst sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Vísað er til þess að almennur borgari sem notaði eigin tæki hafi bjargað miklu í sinubruna í Hvammshlíð 2013. Annað nýlegra dæmi sé úr Fitjahlíð frá síðastliðnum páskum þegar eldur kom upp í sumarhúsi. Þá hafi eigendur og almennir borgarar á svæðinu slökkt eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn 50 mínútum eftir að tilkynning barst.Eldur kviknaði í sumarhúsi í Fitjahlíð í Skorradal um páskana.Mynd/AðsendÓskað eftir samstarfi við slökkvilið Sumarhúsafélagið í Fitjahlíð harmar að ekki hafi verið komið á samstarfi við slökkvilið vegna þjálfunar íbúa í Skorradal og fræðslu um viðbrögð vegna bruna. Félagið segist hafa óskað eftir því við slökkviliðsstjóra fyrir þremur árum. Sumarhúsaeigendur segjast ánægðir með æfingu slökkviliðsins í Skorradal síðastliðið föstudagskvöld. Ánægjulegt hafi verið að að sjá loksins slökkviliðið koma í dalinn og kynna sér aðstæður. Garðyrkjumenn eru sagðir ánægðir enda hafi slökkviliðið vökvað stór svæði í dalnum sem hafi verið farin að skrælna.
Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30
Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53