Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2019 18:53 Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Viðbragðsáætlun vegna mögulegra skógarelda hefur verið virkjuð í fyrsta sinn í Skorradal. Það er gert sökum þess að óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna eldhættu eftir langvarandi þurrka á svæðinu. „Við í sumarbústaðafélögunum í Skorradal höfum verið með töluverðar áhyggjur af þessu. Yfirvöld vita alveg af því að svæðið er varhugavert í þessum aðstæðum. En við höfum ekki orðið vör við neina viðbragðsaðila taka út stöðuna. Hvar hættan sé mest og hvort það þyrfti mögulega að gera einhverjar ráðstafanir," segir Ólafur Tryggvason, varaformaður sumarbústaðarfélags í Skorradal. Líkt og víða annars staðar hefur ekki rignt dropa í Skorradal í langan tíma. Þar er hættan talin sérlega mikil þar sem gróðurinn er afar þéttur og skraufþurr. Sina liggur meðal annars yfir nýsprottnu grasinu. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist í bráð. Varaslökkvistjóri í Borgarbyggð bendir á að talið sé að Mýraeldar, stærsti sinubruni Íslandssögunnar hafi kviknað út frá sígarettu. Afar lítið þurfi til að illa fari. „Það ætti náttúrulega að vera stranglega bannað, eins og staðan er núna, að kveikja elda, vera með einnota kolagrill eða vera með óvarinn eld," segir Þórður Sigurðsson, varaslökkvistjóri í Borgarbyggð.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.Í ljósi þess að óvissuástandsins hefur bakvakt slökkviliðs verið komið á og til stendur að halda slökkviliðsæfingu í Skorradal á föstudagskvöld. Hann segir þó ljóst stærstu slökkibílarnir komist víða ekki að á svæðinu. „Sveitarfélagið Borgarbyggð sem við erum undir, við erum ekki með skipulagsvald í Skorradal, það er Skorradalshreppur sjálfur sem sér um það. Ég myndi nú kannski hafa þetta öðruvísi," segir Þórður. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tekur undir það. „Flóttaleiðir eru ótryggar, burðarþol vega er ófullnægjandi, snúningssvæði fyrir slökkvilið er ekki til staðar og vatnsöflun er ófullnægjandi," segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri. Hann segir hættuna hafa verið viðvarandi í áratugi. „Ég tala sem lögreglustjóri og fyrir hönd almannavarnarnefndar Vesturlands þegar ég segi að úrbóta sé þörf. Það dugar ekki bara að tala um hlutina. Þarna geta fleiri þúsund manns verið og hættan er augljós," segir hann. Hann telur að hreppurinn hafi ekki burði til að ráðast í viðeigandi úrbætur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort þeir ráði við það sem þarf að gera. Þetta er ákall til stjórnvalda um að bregðast við," segir Úlfar. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Viðbragðsáætlun vegna mögulegra skógarelda hefur verið virkjuð í fyrsta sinn í Skorradal. Það er gert sökum þess að óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna eldhættu eftir langvarandi þurrka á svæðinu. „Við í sumarbústaðafélögunum í Skorradal höfum verið með töluverðar áhyggjur af þessu. Yfirvöld vita alveg af því að svæðið er varhugavert í þessum aðstæðum. En við höfum ekki orðið vör við neina viðbragðsaðila taka út stöðuna. Hvar hættan sé mest og hvort það þyrfti mögulega að gera einhverjar ráðstafanir," segir Ólafur Tryggvason, varaformaður sumarbústaðarfélags í Skorradal. Líkt og víða annars staðar hefur ekki rignt dropa í Skorradal í langan tíma. Þar er hættan talin sérlega mikil þar sem gróðurinn er afar þéttur og skraufþurr. Sina liggur meðal annars yfir nýsprottnu grasinu. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist í bráð. Varaslökkvistjóri í Borgarbyggð bendir á að talið sé að Mýraeldar, stærsti sinubruni Íslandssögunnar hafi kviknað út frá sígarettu. Afar lítið þurfi til að illa fari. „Það ætti náttúrulega að vera stranglega bannað, eins og staðan er núna, að kveikja elda, vera með einnota kolagrill eða vera með óvarinn eld," segir Þórður Sigurðsson, varaslökkvistjóri í Borgarbyggð.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.Í ljósi þess að óvissuástandsins hefur bakvakt slökkviliðs verið komið á og til stendur að halda slökkviliðsæfingu í Skorradal á föstudagskvöld. Hann segir þó ljóst stærstu slökkibílarnir komist víða ekki að á svæðinu. „Sveitarfélagið Borgarbyggð sem við erum undir, við erum ekki með skipulagsvald í Skorradal, það er Skorradalshreppur sjálfur sem sér um það. Ég myndi nú kannski hafa þetta öðruvísi," segir Þórður. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tekur undir það. „Flóttaleiðir eru ótryggar, burðarþol vega er ófullnægjandi, snúningssvæði fyrir slökkvilið er ekki til staðar og vatnsöflun er ófullnægjandi," segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri. Hann segir hættuna hafa verið viðvarandi í áratugi. „Ég tala sem lögreglustjóri og fyrir hönd almannavarnarnefndar Vesturlands þegar ég segi að úrbóta sé þörf. Það dugar ekki bara að tala um hlutina. Þarna geta fleiri þúsund manns verið og hættan er augljós," segir hann. Hann telur að hreppurinn hafi ekki burði til að ráðast í viðeigandi úrbætur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort þeir ráði við það sem þarf að gera. Þetta er ákall til stjórnvalda um að bregðast við," segir Úlfar.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira