Trump er nú staddur í Japan til að taka þátt á þingi G-20 ríkjanna.
Á landamærum Norður- og Suður-Kóreu er að finna svokallað sameiginlegt öryggissvæði landanna (DMZ), svæðið hefur verið til í þeirri mynd sem að er í dag frá árinu 1953 eða frá lokum Kóreustríðsins. Þar er að finna skála þar sem ráðamenn ríkjanna hafa getað haldið samningaviðræður sín á milli. Einnig er svæðið þekktur ferðamannastaður.
Kim og Trump hafa hist í tvígang. Í fyrstu í Singapúr 12. júní 2018 og seinna í Hanoi í Víetnam 27.-28. febrúar í ár. Fundirnir skiluðu ekki árangri en orðrómar hafa verið uppi um að sendinefndir ríkjanna séu jafnvel að ræða saman um skipulag næsta fundar.
After some very important meetings, including my meeting with President Xi of China, I will be leaving Japan for South Korea (with President Moon). While there, if Chairman Kim of North Korea sees this, I would meet him at the Border/DMZ just to shake his hand and say Hello(?)!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2019