Sjáðu spekingana velta því fyrir sér hvað Liverpool eigi að gera næst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2019 09:00 Mohamed Salah með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Burak Akbulut Liverpool gat varla spilað betur á tímabilinu 2018-19 en náði samt ekki að vinna ensku deildina. Ekkert lið hefur fengið fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni án þess að vinna titilinn. Hvað þarf Liverpool að gera til að komast yfir þröskuldinn. Það eru liðin 29 að verða 30 ár síðan að Liverpool vann ensku deildina síðast. Liðið hefur aldrei verið nær því á þessum tíma en í vetur. Liðið var á toppnum um jólin og náði góðu forskoti um áramótin en erfiður janúar hleypti Manchester City aftur inn í baráttuna sem Pep Guardiola og lærisveinar hans nýttu sér.“We have a fantastic team with players that want to develop, that want to give everything for the team and for the club."@VirgilvDijk on the bright future of the Reds. — Liverpool FC (@LFC) June 24, 201997 stig höfðu alltaf dugað liðum til að vinna ensku deildina en súperlið Manchester City er ekkert venjulegt lið enda búið að ná í samanlagt 198 stig á síðustu tveimur tímabilum. Liverpool bjargaði þó tímabilinu sínu með því að vinna Meistaradeildina í Madrid í byrjun júní og Jürgen Klopp tókst þar með loksins að vinna titil með félaginu. Liverpool tók mörg framfaraskref á nýloknu tímabili. Koma markvarðarins Alisson gjörbreytti varnarleiknum og þá stimplaði Fabinho sig inn á miðjunni. Yfirferð hans hjálpaði bakvörðunum Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson að blómstra í sóknarleiknum. Xherdan Shaqiri og Naby Keita voru líka keyptir eins og þeor Alisson og Fabinho en voru í minna hlutverki. Liverpool ætti að eiga pening eftir sigur í Meistaradeildinni og liðið hefur verið orðað við leikmenn eins og þá Nabil Fekir, Nicolas Pepe, Timo Werner, Junior Firpo, Memphis Depay og Matthijs de Ligt á síðustu vikum. Flestir eru á því að liðið vanti helst miðvörð og hreinræktaðan framherja.Kept up to date with many of the Reds' summer break? Take a look at the best social media posts from their holidays in our players' summer scrapbook. https://t.co/ry7LnmWOTv — Liverpool FC (@LFC) June 24, 2019Nú eru hins vegar 25 dagar liðnir frá sigrinum í Meistaradeildinni og enginn stórkaup eru í húsi. Jürgen Klopp talaði um að þetta yrði rólegt sumar og eins og er lítur út fyrir það. Það er hins vegar tími enn þá til að breyta því. Squawka Football býður oft upp á fróðlegar samantektir á miðlum sínum og að þessu sinni fengu þau nokkra knattspyrnuspekinga til að velta fyrir sér hvað Liverpool eigi að gera í framhaldinu. Þetta voru þeir Simon Stone (BBC), Paul Machin (The Redmen TV), John Gibbons (The Anfield Wrap) and Ryan Dobney (Liverpool stuðningsmaður og blaðamaður) og fóru þeir allir yfir hvernig Liverpool þurfti að vinna sig inn í tímabilið 2019-20. Hér fyrir neðan má sjá þessa spekinga velta fyrir sér næstu framtíð hjá liði Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Sjá meira
Liverpool gat varla spilað betur á tímabilinu 2018-19 en náði samt ekki að vinna ensku deildina. Ekkert lið hefur fengið fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni án þess að vinna titilinn. Hvað þarf Liverpool að gera til að komast yfir þröskuldinn. Það eru liðin 29 að verða 30 ár síðan að Liverpool vann ensku deildina síðast. Liðið hefur aldrei verið nær því á þessum tíma en í vetur. Liðið var á toppnum um jólin og náði góðu forskoti um áramótin en erfiður janúar hleypti Manchester City aftur inn í baráttuna sem Pep Guardiola og lærisveinar hans nýttu sér.“We have a fantastic team with players that want to develop, that want to give everything for the team and for the club."@VirgilvDijk on the bright future of the Reds. — Liverpool FC (@LFC) June 24, 201997 stig höfðu alltaf dugað liðum til að vinna ensku deildina en súperlið Manchester City er ekkert venjulegt lið enda búið að ná í samanlagt 198 stig á síðustu tveimur tímabilum. Liverpool bjargaði þó tímabilinu sínu með því að vinna Meistaradeildina í Madrid í byrjun júní og Jürgen Klopp tókst þar með loksins að vinna titil með félaginu. Liverpool tók mörg framfaraskref á nýloknu tímabili. Koma markvarðarins Alisson gjörbreytti varnarleiknum og þá stimplaði Fabinho sig inn á miðjunni. Yfirferð hans hjálpaði bakvörðunum Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson að blómstra í sóknarleiknum. Xherdan Shaqiri og Naby Keita voru líka keyptir eins og þeor Alisson og Fabinho en voru í minna hlutverki. Liverpool ætti að eiga pening eftir sigur í Meistaradeildinni og liðið hefur verið orðað við leikmenn eins og þá Nabil Fekir, Nicolas Pepe, Timo Werner, Junior Firpo, Memphis Depay og Matthijs de Ligt á síðustu vikum. Flestir eru á því að liðið vanti helst miðvörð og hreinræktaðan framherja.Kept up to date with many of the Reds' summer break? Take a look at the best social media posts from their holidays in our players' summer scrapbook. https://t.co/ry7LnmWOTv — Liverpool FC (@LFC) June 24, 2019Nú eru hins vegar 25 dagar liðnir frá sigrinum í Meistaradeildinni og enginn stórkaup eru í húsi. Jürgen Klopp talaði um að þetta yrði rólegt sumar og eins og er lítur út fyrir það. Það er hins vegar tími enn þá til að breyta því. Squawka Football býður oft upp á fróðlegar samantektir á miðlum sínum og að þessu sinni fengu þau nokkra knattspyrnuspekinga til að velta fyrir sér hvað Liverpool eigi að gera í framhaldinu. Þetta voru þeir Simon Stone (BBC), Paul Machin (The Redmen TV), John Gibbons (The Anfield Wrap) and Ryan Dobney (Liverpool stuðningsmaður og blaðamaður) og fóru þeir allir yfir hvernig Liverpool þurfti að vinna sig inn í tímabilið 2019-20. Hér fyrir neðan má sjá þessa spekinga velta fyrir sér næstu framtíð hjá liði Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Sjá meira