Tími til að vakna Snorri Örn Arnaldsson skrifar 25. júní 2019 16:24 Síðustu misseri hefur nokkuð verið rætt um aðstöðumál landsliða og íþróttahreyfingarinnar, enda ekki vanþörf á. Mikið hefur verið ritað um Laugardalsvöll, ég ætla því að láta það ógert að blanda mér í það mál. Aftur á móti ætla ég að beina spjótum mínum að aðstöðuleysi körfubolta- og handboltalandsliðanna. KKÍ og HSÍ hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu, en því miður ekki enn haft erindi sem erfiði.Úrelt keppnishöll Laugardalshöllin hefur þjónað landanum með ágætum frá því hún var tekin í notkun 1965, fyrir 54 árum síðan. Á þeim tíma var talið að höllin myndi nýtast í um 20 ár, en þó nokkuð er komið fram yfir þær áætlanir. Það væri svo sem ekkert vandamál ef höllin þjónaði því hlutverki sem henni er ætlað, að hýsa landsleiki í samræmi við þær kröfur og reglur sem um þá viðburði gilda. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni, og er pikkfastur. Höllin uppfyllir fæsta þá staðla sem um keppnishallir gilda, og skiptir þá engu hvar tæpt er niður. Búningsaðstaða, aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, aðstaða fyrir upphitun, stærð gólfflatar, fjöldi bílastæða, aðstaða fyrir fjölmiðla, aðstaða fyrir áhorfendur, aðkoma áhorfenda, aðstaða fyrir veitingasölu, aðstaða fyrir dómara, aðstaða til lyfjaprófana, lýsing og fjöldi sæta fyrir áhorfendur eru nokkur atriði sem má telja til. Í stuttu máli, þá er Laugardalshöllin að daðra við brottrekstrarvillu, eða á gulu spjaldi, hvernig sem við viljum orða það, og þess er ekki langt að bíða að FIBA og IHF/EHF banni landsleiki í Laugardalshöllinni. Landslið í íþróttatösku Landslið í körfubolta og handbolta þurfa að reiða sig á velvilja sinna aðildarfélaga til að fá æfingatíma fyrir landsliðin. A landslið, U21, U20, U19, U18, U17, U16, U15 og önnur afreksverkefni treysta á að aðildarfélögin spili með í þessu aðstöðuleysispili sem ríkisvaldið spilar, svo landslið geti undirbúið sig fyrir alþjóðamót. Birst hafa fréttir af því að A landslið hafi þurft að æfa vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki. Heimavöllurinn í Laugardalnum er ekki meiri heimavöllur en svo að landsliðin geta ekki einu sinni undirbúið sig á "heimavelli". Hvað vantar? Hér vantar íþróttahús sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem settar eru í dag. Það vantar íþróttahús fyrir meira en 5000 áhorfendur, þar sem aðstaða fyrir keppendur er góð, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölmiðla, þar sem gert er ráð fyrir eðlilegri áhorfendaaðstöðu, þar sem gólfflötur er nægilegur og svo mætti áfram telja. Það vantar íþróttahús þar sem landsliðin geta æft og undirbúið sig fyrir alþjóðakeppnir, þar sem sérsamböndin geta sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti. Reglugerðin Mennta- og menningarmálaráðherra setti reglugerð 388 um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum árið 2018. Reglugerðin er gott fyrsta skref, en ekki mikið meira en það. Ljóst er að ríkið er ekki að fara eftir eigin reglugerð, en þar stendur orðrétt: „Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að íþróttamannvirki sem nota skal sem þjóðarleikvang í íþróttum séu viðurkennd samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Leitast skal við að veita sérsamböndum íþróttagreina, sem hafa skapað sér sterka stöðu alþjóðlega og skipuleggja alþjóðleg íþróttamót á Íslandi, nauðsynlega umgjörð og aðgengi að íþróttamannvirkjum sem standast kröfur um slíkar keppnir.“ Hvað þá? Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?Höfundur er körfuboltaþjálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Íþróttir Körfubolti Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur nokkuð verið rætt um aðstöðumál landsliða og íþróttahreyfingarinnar, enda ekki vanþörf á. Mikið hefur verið ritað um Laugardalsvöll, ég ætla því að láta það ógert að blanda mér í það mál. Aftur á móti ætla ég að beina spjótum mínum að aðstöðuleysi körfubolta- og handboltalandsliðanna. KKÍ og HSÍ hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu, en því miður ekki enn haft erindi sem erfiði.Úrelt keppnishöll Laugardalshöllin hefur þjónað landanum með ágætum frá því hún var tekin í notkun 1965, fyrir 54 árum síðan. Á þeim tíma var talið að höllin myndi nýtast í um 20 ár, en þó nokkuð er komið fram yfir þær áætlanir. Það væri svo sem ekkert vandamál ef höllin þjónaði því hlutverki sem henni er ætlað, að hýsa landsleiki í samræmi við þær kröfur og reglur sem um þá viðburði gilda. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni, og er pikkfastur. Höllin uppfyllir fæsta þá staðla sem um keppnishallir gilda, og skiptir þá engu hvar tæpt er niður. Búningsaðstaða, aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, aðstaða fyrir upphitun, stærð gólfflatar, fjöldi bílastæða, aðstaða fyrir fjölmiðla, aðstaða fyrir áhorfendur, aðkoma áhorfenda, aðstaða fyrir veitingasölu, aðstaða fyrir dómara, aðstaða til lyfjaprófana, lýsing og fjöldi sæta fyrir áhorfendur eru nokkur atriði sem má telja til. Í stuttu máli, þá er Laugardalshöllin að daðra við brottrekstrarvillu, eða á gulu spjaldi, hvernig sem við viljum orða það, og þess er ekki langt að bíða að FIBA og IHF/EHF banni landsleiki í Laugardalshöllinni. Landslið í íþróttatösku Landslið í körfubolta og handbolta þurfa að reiða sig á velvilja sinna aðildarfélaga til að fá æfingatíma fyrir landsliðin. A landslið, U21, U20, U19, U18, U17, U16, U15 og önnur afreksverkefni treysta á að aðildarfélögin spili með í þessu aðstöðuleysispili sem ríkisvaldið spilar, svo landslið geti undirbúið sig fyrir alþjóðamót. Birst hafa fréttir af því að A landslið hafi þurft að æfa vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki. Heimavöllurinn í Laugardalnum er ekki meiri heimavöllur en svo að landsliðin geta ekki einu sinni undirbúið sig á "heimavelli". Hvað vantar? Hér vantar íþróttahús sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem settar eru í dag. Það vantar íþróttahús fyrir meira en 5000 áhorfendur, þar sem aðstaða fyrir keppendur er góð, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölmiðla, þar sem gert er ráð fyrir eðlilegri áhorfendaaðstöðu, þar sem gólfflötur er nægilegur og svo mætti áfram telja. Það vantar íþróttahús þar sem landsliðin geta æft og undirbúið sig fyrir alþjóðakeppnir, þar sem sérsamböndin geta sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti. Reglugerðin Mennta- og menningarmálaráðherra setti reglugerð 388 um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum árið 2018. Reglugerðin er gott fyrsta skref, en ekki mikið meira en það. Ljóst er að ríkið er ekki að fara eftir eigin reglugerð, en þar stendur orðrétt: „Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að íþróttamannvirki sem nota skal sem þjóðarleikvang í íþróttum séu viðurkennd samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Leitast skal við að veita sérsamböndum íþróttagreina, sem hafa skapað sér sterka stöðu alþjóðlega og skipuleggja alþjóðleg íþróttamót á Íslandi, nauðsynlega umgjörð og aðgengi að íþróttamannvirkjum sem standast kröfur um slíkar keppnir.“ Hvað þá? Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?Höfundur er körfuboltaþjálfari
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun