Finnst þetta vera gott skref Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2019 09:30 Þrátt fyrir ungan aldur er Ómar Ingi kominn í stórt hlutverk með íslenska karlalandsliðinu. Fréttablaðið/eyþór Ómar Ingi Magnússon samdi í gær við Magdeburg í Þýskalandi til fjögurra ára og gengur til liðs við félagið næsta sumar. Hann mun því leika með danska félaginu Álaborg næsta tímabil eftir að hafa orðið danskur meistari og danskur bikarmeistari í vetur áður en hann heldur til Þýskalands. Fyrr í vetur fóru að heyrast raddir um að Ómar Ingi væri ofarlega á óskalista Magdeburg þegar í ljós kom að sænska skyttan Albins Lagergren væri á förum til Rhein- Neckar Löwen. Nú hefur verið gengið frá félagsskiptunum og skrifaði Selfyssingurinn undir fjögurra ára samning hjá þýska félaginu. Magdeburg er stórveldi í þýskum handbolta sem lenti í þriðja sæti deildarkeppninnar á nýafstöðnu tímabili. Undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vannst eini meistaratitill félagsins eftir sameiningu Þýskalands árið 2001 en þar áður var félagið afar sigursælt í Austur-Þýskalandi. Þá tókst liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu undir stjórn Alfreðs ári síðar og hefur alls þrisvar lyft Meistaradeildarbikarnum. Ómar Ingi var staddur í heimabæ sínum, Selfossi, í fríi að safna kröftum fyrir næsta tímabil þegar Fréttablaðið náði í hann. „Fyrst og fremst er ég auðvitað bara mjög ánægður og stoltur af að vera búinn að skrifa undir hjá félagi eins og Magdeburg. Þetta er stór klúbbur með mikla sögu, flottan heimavöll þar sem áhorfendur láta vel til sín taka og það verður gaman að fá að spila fyrir félagið.“ Íslendingar hafa gert það gott með félaginu. Í meistaraliðinu undir stjórn Alfreðs var Ólafur Stefánsson í lykilhlutverki og Sigfús Sigurðsson. Styttra er síðan Einar Hólmgeirsson og Björgvin Páll Gústavsson léku með liðinu líkt og Arnór Atlason sem er nú aðstoðarþjálfari hjá félagsliði Ómars í Danmörku, Álaborg. Þrátt fyrir það segist Ómar aðspurður ekki hafa leitað ráða hvað varðar félagið enda fann hann það á sér að þetta væri gott skref. „Það hafa margir Íslendingar verið þarna, sem er jákvætt. Þetta er mikil handboltaborg og það myndast mikil stemming í kringum liðið. Mér fannst ég ekki þurfa að leita ráða með þetta lið, ég fékk þá tilfinningu að þetta væri rétt skref á ferlinum,“ segir Ómar sem hreifst af leikstíl liðsins. „Leikstíll liðsins hentar mér vel, hvernig handbolta þeir spila og ég held að þetta sé góður staður fyrir mig til að bæta mig. Ég spurðist aðeins fyrir um þjálfarann hjá þeim sem þekktu til en þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu áður en ég var búinn að skrifa undir. “ Aðspurður segir Ómar að það sé undir honum komið að sanna sig þrátt fyrir að hann sé titlaður sem arftaki Lagergrens á heimasíðu Magdeburg. „Þeir sýndu mikinn áhuga á að fá mig og þjálfarinn virtist mjög áhugasamur, sem var jákvætt. Maður fann fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu en það er auðvitað erfitt að lofa leikmönnum spiltíma. Það mun ráðast af því hvernig ég stend mig og hvernig ég er í leikjum og innan liðsins. “ Ómar mun leika út samning sinn hjá Álaborg í Danmörku þar sem ný áskorun tekur við að verja titlana sem félagið vann á þessu tímabili. Ómar var stoðsendingahæstur í deildinni á fyrsta tímabili sínu með Álaborg eftir vistaskipti frá Århus síðasta sumar. „Það stóð alltaf til að klára þennan tveggja ára samning og ég held bara áfram með það að markmiði að bæta mig. Ég þarf að spila vel og standa mig hér í vetur. Það gengur ekkert að hlífa sér í einhverju dútli þó að maður sé kominn með samning annars staðar,“ segir Ómar léttur. „Það er pressa á okkur eftir síðasta tímabil sem gekk afar vel og það verður spennandi að takast á við það,“ segir Ómar Ingi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon samdi í gær við Magdeburg í Þýskalandi til fjögurra ára og gengur til liðs við félagið næsta sumar. Hann mun því leika með danska félaginu Álaborg næsta tímabil eftir að hafa orðið danskur meistari og danskur bikarmeistari í vetur áður en hann heldur til Þýskalands. Fyrr í vetur fóru að heyrast raddir um að Ómar Ingi væri ofarlega á óskalista Magdeburg þegar í ljós kom að sænska skyttan Albins Lagergren væri á förum til Rhein- Neckar Löwen. Nú hefur verið gengið frá félagsskiptunum og skrifaði Selfyssingurinn undir fjögurra ára samning hjá þýska félaginu. Magdeburg er stórveldi í þýskum handbolta sem lenti í þriðja sæti deildarkeppninnar á nýafstöðnu tímabili. Undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vannst eini meistaratitill félagsins eftir sameiningu Þýskalands árið 2001 en þar áður var félagið afar sigursælt í Austur-Þýskalandi. Þá tókst liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu undir stjórn Alfreðs ári síðar og hefur alls þrisvar lyft Meistaradeildarbikarnum. Ómar Ingi var staddur í heimabæ sínum, Selfossi, í fríi að safna kröftum fyrir næsta tímabil þegar Fréttablaðið náði í hann. „Fyrst og fremst er ég auðvitað bara mjög ánægður og stoltur af að vera búinn að skrifa undir hjá félagi eins og Magdeburg. Þetta er stór klúbbur með mikla sögu, flottan heimavöll þar sem áhorfendur láta vel til sín taka og það verður gaman að fá að spila fyrir félagið.“ Íslendingar hafa gert það gott með félaginu. Í meistaraliðinu undir stjórn Alfreðs var Ólafur Stefánsson í lykilhlutverki og Sigfús Sigurðsson. Styttra er síðan Einar Hólmgeirsson og Björgvin Páll Gústavsson léku með liðinu líkt og Arnór Atlason sem er nú aðstoðarþjálfari hjá félagsliði Ómars í Danmörku, Álaborg. Þrátt fyrir það segist Ómar aðspurður ekki hafa leitað ráða hvað varðar félagið enda fann hann það á sér að þetta væri gott skref. „Það hafa margir Íslendingar verið þarna, sem er jákvætt. Þetta er mikil handboltaborg og það myndast mikil stemming í kringum liðið. Mér fannst ég ekki þurfa að leita ráða með þetta lið, ég fékk þá tilfinningu að þetta væri rétt skref á ferlinum,“ segir Ómar sem hreifst af leikstíl liðsins. „Leikstíll liðsins hentar mér vel, hvernig handbolta þeir spila og ég held að þetta sé góður staður fyrir mig til að bæta mig. Ég spurðist aðeins fyrir um þjálfarann hjá þeim sem þekktu til en þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu áður en ég var búinn að skrifa undir. “ Aðspurður segir Ómar að það sé undir honum komið að sanna sig þrátt fyrir að hann sé titlaður sem arftaki Lagergrens á heimasíðu Magdeburg. „Þeir sýndu mikinn áhuga á að fá mig og þjálfarinn virtist mjög áhugasamur, sem var jákvætt. Maður fann fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu en það er auðvitað erfitt að lofa leikmönnum spiltíma. Það mun ráðast af því hvernig ég stend mig og hvernig ég er í leikjum og innan liðsins. “ Ómar mun leika út samning sinn hjá Álaborg í Danmörku þar sem ný áskorun tekur við að verja titlana sem félagið vann á þessu tímabili. Ómar var stoðsendingahæstur í deildinni á fyrsta tímabili sínu með Álaborg eftir vistaskipti frá Århus síðasta sumar. „Það stóð alltaf til að klára þennan tveggja ára samning og ég held bara áfram með það að markmiði að bæta mig. Ég þarf að spila vel og standa mig hér í vetur. Það gengur ekkert að hlífa sér í einhverju dútli þó að maður sé kominn með samning annars staðar,“ segir Ómar léttur. „Það er pressa á okkur eftir síðasta tímabil sem gekk afar vel og það verður spennandi að takast á við það,“ segir Ómar Ingi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti