Fótbolti

Salah og El Mohamdy uppskriftin virkaði aftur hjá Egyptum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah hugsi.
Salah hugsi. vísir/getty
Egyptaland endar A-riðilinn í Afríkukeppninni með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur á Úganda í síðustu umferð riðilsins en Egyptar eru á heimavelli.

Mohamed Salah kom Egyptalandi yfir á 36. mínútu og leikmaður Aston Villa, Ahmed El Mohamady, tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur 2-0 sigur Egypta. Annar leikurinn í röð Salah og El Mohamdy skora mörkin í 2-0 sigri.

Á sama tíma vann Kongó öruggan 4-0 sigur á Simbabe. Kongó endar því með þrjú stig í riðlinum en Simbabe er á botninum með eitt stig.

Næsti leikur Egypta er í Kaíró þann 6. júlí en ekki er komið á hreint hver mótherjinn verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×