Fótbolti

Mane skoraði og klúðraði vítaspyrnu │ Benín skellti Marokkó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mane klúðraði vítaspyrnu í kvöld.
Mane klúðraði vítaspyrnu í kvöld. vísir/getty
Benín og Senegal eru komin áfram í átta liða úrslit Afríkukeppninnar en fyrstu leikir 16-liða úrslitanna fóru fram í dag.

Benín kom á óvart og henti Marokkó úr keppni eftir vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en Hakim Ziyech, leikmaður Ajax, klúðraði víti í uppbótartíma til að senda Marokkó áfram.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og í vítaspyrnukeppninni klúðraði Marokkó tveimur vítaspyrnum. Benín skoraði úr öllum sínum og er komið áfram í átta liða úrslitin.







Senegal vann 1-0 sigur á Úganda. Eina mark leiksins kom á fimmtándu mínútu en framherji Liverpool, Sadio Mane, skoraði sigurmarkið. Mane brást þó bogalistinn úr vítaspyrnu á 61. mínútu en það kom ekki að sök.

Það verða því Senegal og Benín sem mætast í átta liða úrslitunum en 16-liða úrslitin halda áfram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×