Fótbolti

Forseti Barcelona veit hvar De Ligt spilar á næstu leiktíð og segir Neymar vilja yfirgefa PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bartomeu er hér fyrir miðju.
Bartomeu er hér fyrir miðju. vísir/getty
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, segir í viðtali við Goal að hann hafi vitað lengi hvar varnarmaðurinn Matthijs de Ligt muni spila á næstu leiktíð.

Bartomeu hefur ekki verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann segir í viðtalinu að hann viti vel hvar varnarmaðurinn eftirsótti spili á næstu leiktíð.

Hann geti þó hins vegar ekki sagt hvar það verður því De Ligt sé enn leikmaður Ajax og hann vilji ekki blanda sér í þessi mál.







Hollendingurinn hefur verið mikið orðaður við Juventus síðustu vikur en Manchester United, PSG og Barcelona voru einnig sögð í myndinni framan af sumri. Nú er Juventus talinn lang líklegasti áfangastaðurinn.

Í sama viðtali tjáði Bartomeu sig um málefni brasilísku stórstjörnunnar, Neymar, en forsetinn sagðist vita að Neymar vilji yfirgefa PSG. Frönsku meistararnir séu þó ekki tilbúnir að sleppa honum og þannig sé staðan núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×