Fótbolti

Breytti rauða spjaldi Rooney í gult og loksins mörk hjá Zlatan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney,
Wayne Rooney, Getty/Jonathan Newton
Zlatan Ibrahimovic og Wayne Rooney voru báðir í sviðsljósinu í bandarísku MLS-deildinni í nótt en þó af ólíkum ástæðum.

Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk Los Angeles Galaxy í 2-0 sigri á Toronto FC en það gekk mun verr hjá Wayne Rooney.

Þetta voru fyrstu mörk LA Galaxy liðsins í 140 mínútur og jafnframt fyrstu mörk sænska framherjans í mánuð. Zlatan Ibrahimovic er nú kominn með þrettán mörk á tímabilinu.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin sem komu bæði undir lok leiksins, það fyrra með skalla en það seinna með skoti af stuttu færi.









Wayne Rooney og félagar í DC United þurftu aftur á móti að sætta sig við 2-0 tap á móti FC Dallas.

Um tíma leit út fyrir að Rooney þyrfti að fara snemma í sturtu því hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á 33. mínútu.

Eftir að dómarinn skoðaði Varsjána þá ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Rooney frekar gult spjald.

Rooney og félagar voru þarna lentir undir og náði ekki að breyta því þrátt fyrir að halda fyrirliða sínum inn á vellinum.

Bæði lið þeirra og eru í öðru sæti í sínum deildum. Los Angeles Galaxy er í 2. sæti í Vesturdeildinni, sex stigum á eftir nágrönnum sínum í Los Angeles FC. DC United er í 2. sæti í Austurdeildinni, fjórum stigum á eftir Philadelphia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×