Kári Stefánsson mótmælir brottvísun Zainab: „Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2019 23:14 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. FBL/Stefán Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun á afgönsku stúlkunnar Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab og fjölskylda hennar fá að óbreyttu ekki dvalarleyfi hér á landi og til stendur að senda þau aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. „Ég heiti Kári og ég er fyrrverandi nemandi í Hagaskóla. Ég mótmæli því harðlega, ég mótmæli því af öllu hjarta, af öllu mínu gamla þreytta hjarta að það eigi að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi,“ segir Kári, en Zainab hefur að undanförnu gengið í Hagaskóla, rétt eins og Kári forðum daga. Skólasystkin hennar hafa mótmælt harðlega ákvörðuninni um að vísa henni úr landi.Sjá einnig: Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar„Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum, að skilja það frá þeim stað sem það lítur á sem sitt heimili og henda því út í harðan heim,“ segir Kári í myndbandinu sem þegar hefur fengið yfir tvö þúsund áhorf á þeim rúmu tveimur klukkustundum sem liðið hafa síðan það var birt. „Ég vona heitt og innilega að stjórnvöld sjái að sér. Þess utan er ég óendanlega stoltur af nemendum Hagaskóla fyrir það hvernig þau slá skjaldborg um einn af sínum. Til hamingju með það,“ segir Kári í lok myndbandsins. Kári er langt frá því að vera sá eini sem er andvígur brottvísun Zainab en fyrr í dag voru haldin fjölmenn mótmæli í miðborginni þar sem fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli til þess að mótmæla brottvísun Zainabs og fjölskyldu. Mótmælin sneru einnig að brottvísun Afganans Asadulla Sawari og sona hans tveggja, níu og tíu ára. Fyrr í vikunni var greint frá því að annar drengjanna þurfti að leita sér andlegrar hjálpar vegna málsins. Hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn í aðdraganda þess að verða sendur aftur til Grikklands. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun á afgönsku stúlkunnar Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab og fjölskylda hennar fá að óbreyttu ekki dvalarleyfi hér á landi og til stendur að senda þau aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. „Ég heiti Kári og ég er fyrrverandi nemandi í Hagaskóla. Ég mótmæli því harðlega, ég mótmæli því af öllu hjarta, af öllu mínu gamla þreytta hjarta að það eigi að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi,“ segir Kári, en Zainab hefur að undanförnu gengið í Hagaskóla, rétt eins og Kári forðum daga. Skólasystkin hennar hafa mótmælt harðlega ákvörðuninni um að vísa henni úr landi.Sjá einnig: Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar„Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum, að skilja það frá þeim stað sem það lítur á sem sitt heimili og henda því út í harðan heim,“ segir Kári í myndbandinu sem þegar hefur fengið yfir tvö þúsund áhorf á þeim rúmu tveimur klukkustundum sem liðið hafa síðan það var birt. „Ég vona heitt og innilega að stjórnvöld sjái að sér. Þess utan er ég óendanlega stoltur af nemendum Hagaskóla fyrir það hvernig þau slá skjaldborg um einn af sínum. Til hamingju með það,“ segir Kári í lok myndbandsins. Kári er langt frá því að vera sá eini sem er andvígur brottvísun Zainab en fyrr í dag voru haldin fjölmenn mótmæli í miðborginni þar sem fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli til þess að mótmæla brottvísun Zainabs og fjölskyldu. Mótmælin sneru einnig að brottvísun Afganans Asadulla Sawari og sona hans tveggja, níu og tíu ára. Fyrr í vikunni var greint frá því að annar drengjanna þurfti að leita sér andlegrar hjálpar vegna málsins. Hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn í aðdraganda þess að verða sendur aftur til Grikklands.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16