Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2019 17:16 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Helgi segist þó ekki bjartsýnn á að nefndin komi saman í tæka tíð. Helgi segir í fundarbeiðni sem hann sendi allsherjar- og menntmálanefnd, auk fjölmiðla, í dag að af fréttaflutningi að dæma hafi hagsmunir barna ekki notið þess forgangs við ákvarðanatöku sem þau hafa rétt á samkvæmt lögum og barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Hann óski eftir því að nefndin boði einnig á fund sinn Umboðsmann barna, UNICEF, Útlendingastofnun, Kærunefnd útlendingamála og dómsmálaráðherra. Helgi segir í samtali við fréttastofu að þar sem brottvísun sé yfirvofandi sé brýn þörf á því að ráðherra svari fyrir aðgerðir undirstofnanna sinna í málaflokknum. „Mér finnst mikilvægt að Alþingi fái svör frá dómsmálaráðherra en líka öðrum stofnunum og undirstofnunum hans, ásamt þeim stofnunum sem varða réttindi barna til að varpa ljósi á það hvernig það eigi að geta staðist að hagsmunir barna séu hafðir að leiðarljósi, og að þeir hagsmunir njóti forgangs við þær ákvarðanir eins og þessar sem við höfum orðið vitni að í fjölmiðlum.“Ertu bjartsýnn á að nefndin komi saman í tæka tíð? „Ég er ekki bjartsýnn á neitt í þessum málaflokki í náinni framtíð, nei, því miður. Það er ekki tilefni til þess miðað við það hvernig stjórnvöld hafa hagað sér,“ segir Helgi.Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krakkanna Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi.VísirMótmæli vegna fyrirhugaðrar brottvísunar tveggja afganskra fjölskyldna hófust við Hallgrímskirkju klukkan fimm, þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Hins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður. Skólastjóri Hagaskóla er meðal þeirra sem hafa sagt nemendur og kennara harmi slegna. Heimildir fréttastofu herma að fjölskyldunum verði ekki vísað úr landi á næstu dögum. verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Mál þeirra eru til skoðunar hjá stjórnvöldum. Alþingi Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Helgi segist þó ekki bjartsýnn á að nefndin komi saman í tæka tíð. Helgi segir í fundarbeiðni sem hann sendi allsherjar- og menntmálanefnd, auk fjölmiðla, í dag að af fréttaflutningi að dæma hafi hagsmunir barna ekki notið þess forgangs við ákvarðanatöku sem þau hafa rétt á samkvæmt lögum og barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Hann óski eftir því að nefndin boði einnig á fund sinn Umboðsmann barna, UNICEF, Útlendingastofnun, Kærunefnd útlendingamála og dómsmálaráðherra. Helgi segir í samtali við fréttastofu að þar sem brottvísun sé yfirvofandi sé brýn þörf á því að ráðherra svari fyrir aðgerðir undirstofnanna sinna í málaflokknum. „Mér finnst mikilvægt að Alþingi fái svör frá dómsmálaráðherra en líka öðrum stofnunum og undirstofnunum hans, ásamt þeim stofnunum sem varða réttindi barna til að varpa ljósi á það hvernig það eigi að geta staðist að hagsmunir barna séu hafðir að leiðarljósi, og að þeir hagsmunir njóti forgangs við þær ákvarðanir eins og þessar sem við höfum orðið vitni að í fjölmiðlum.“Ertu bjartsýnn á að nefndin komi saman í tæka tíð? „Ég er ekki bjartsýnn á neitt í þessum málaflokki í náinni framtíð, nei, því miður. Það er ekki tilefni til þess miðað við það hvernig stjórnvöld hafa hagað sér,“ segir Helgi.Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krakkanna Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi.VísirMótmæli vegna fyrirhugaðrar brottvísunar tveggja afganskra fjölskyldna hófust við Hallgrímskirkju klukkan fimm, þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Hins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður. Skólastjóri Hagaskóla er meðal þeirra sem hafa sagt nemendur og kennara harmi slegna. Heimildir fréttastofu herma að fjölskyldunum verði ekki vísað úr landi á næstu dögum. verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Mál þeirra eru til skoðunar hjá stjórnvöldum.
Alþingi Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40