Bára kemur út úr búrinu eftir þriggja sólarhringa dvöl: Þakklát fyrir stuðning vina og almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 22:30 Bára segist vilja sýna fólki öryrkja í öðru umhverfi en því sem þeir sjást alla jafna í. Stöð 2 Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti hefur síðastliðna þrjá sólarhringa eða svo, verið „til sýnis“ í Listasmiðjunni við Hringbraut. Í kvöld klukkan ellefu steig hún út úr vistarverum sínum síðustu þrjá daga og gjörningi hennar þar með lokið. Bára segir ætlunina með gjörningnum hafa verið að sýna fólki fram á þá einangrun sem öryrkjar og aðrir sem glíma við langvarandi veikindi upplifa oft á tíðum. Með því að streyma sjálfri sér í þrjá daga samfleytt varpar hún þannig ljósi á líf öryrkja sem margir einfaldlega þekkja ekki, og hafa jafnvel aldrei leitt hugann að. Í samtali við fréttastofu, rétt fyrir lok gjörningsins, segir Bára viðbrögðin hafa verið jákvæð, að langstærstum hluta. „Meginhlutinn mjög jákvæður. Fólk hefur sent mér yndisleg bréf í póstkassann og gegnum samfélagsmiðla hef ég fengið mikið af jákvæðni bæði frá þeim sem finnst yndislegt að einhver sýni þeirra heim og frá öðrum sem finnst þetta mjög upplýsandi og mikilvægt innlegg. Það hafa verið örfáir fýlupokar en ekkert til að tala um,“ segir Bára. Hún bætir því við að henni finnist mikilvægt að fólk átti sig á og fái að sjá það ósýnilega og taki inn í hugmyndir sínar um sjúklinga og öryrkja. Með því á Bára við það sem fólk ekki sér í lífi öryrkja og þeirra sem veikir eru, til að mynda þegar fólk treystir sér ekki eða getur ekki farið út úr húsi sökum veikinda. Auk þess sjáist ekki alltaf utan á fólki hvort það glími við veikindi. Aðspurð hvað hún hyggist gera eftir að gjörningnum lýkur segist Bára ætla að lesa tarotspil í Rauða Skjaldahúsinu annað kvöld. Síðan verði Listaspjall á laugardag klukkan 15 á Hlemmi. Að lokum segist Bára þakklát fyrir stuðning vina sinna og almennings í gegn um ferlið. Þá vill hún einnig þakka „Veganbúðinni og Jömm sem hlóðu á mig mat og nammi fyrir gjörninginn.“Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar Félagsmál Menning Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti hefur síðastliðna þrjá sólarhringa eða svo, verið „til sýnis“ í Listasmiðjunni við Hringbraut. Í kvöld klukkan ellefu steig hún út úr vistarverum sínum síðustu þrjá daga og gjörningi hennar þar með lokið. Bára segir ætlunina með gjörningnum hafa verið að sýna fólki fram á þá einangrun sem öryrkjar og aðrir sem glíma við langvarandi veikindi upplifa oft á tíðum. Með því að streyma sjálfri sér í þrjá daga samfleytt varpar hún þannig ljósi á líf öryrkja sem margir einfaldlega þekkja ekki, og hafa jafnvel aldrei leitt hugann að. Í samtali við fréttastofu, rétt fyrir lok gjörningsins, segir Bára viðbrögðin hafa verið jákvæð, að langstærstum hluta. „Meginhlutinn mjög jákvæður. Fólk hefur sent mér yndisleg bréf í póstkassann og gegnum samfélagsmiðla hef ég fengið mikið af jákvæðni bæði frá þeim sem finnst yndislegt að einhver sýni þeirra heim og frá öðrum sem finnst þetta mjög upplýsandi og mikilvægt innlegg. Það hafa verið örfáir fýlupokar en ekkert til að tala um,“ segir Bára. Hún bætir því við að henni finnist mikilvægt að fólk átti sig á og fái að sjá það ósýnilega og taki inn í hugmyndir sínar um sjúklinga og öryrkja. Með því á Bára við það sem fólk ekki sér í lífi öryrkja og þeirra sem veikir eru, til að mynda þegar fólk treystir sér ekki eða getur ekki farið út úr húsi sökum veikinda. Auk þess sjáist ekki alltaf utan á fólki hvort það glími við veikindi. Aðspurð hvað hún hyggist gera eftir að gjörningnum lýkur segist Bára ætla að lesa tarotspil í Rauða Skjaldahúsinu annað kvöld. Síðan verði Listaspjall á laugardag klukkan 15 á Hlemmi. Að lokum segist Bára þakklát fyrir stuðning vina sinna og almennings í gegn um ferlið. Þá vill hún einnig þakka „Veganbúðinni og Jömm sem hlóðu á mig mat og nammi fyrir gjörninginn.“Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar
Félagsmál Menning Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira