Vill endurskoða verklag við brottvísanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júlí 2019 12:00 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna situr í þverpólitískri þingmannanefnd um útlendingamál. Endurskoða þarf verklag við brottvísanir hælisleitenda til Grikklands að mati þingmanns Vinstri Grænna sem á sæti í þingmannanefnd um útlendingamál. Þær séu ekki forsvaranlegar í mörgum tilvikum. Hann segir að nefndin sem á að sinna eftirliti með framkvæmd laganna hafi verið bitlaus. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna brottvísana barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í næstu viku verður hin fjórtán ára gamla Zainab Safari og fjölskylda hennar send til Grikklands en bekkjarfélagar hennar í Hagaskóla hafa undanfarið barist fyrir áframhaldandi veru hennar. Þá hefur brottvísun afgangskra feðga einungis tímabundið verið frestað eftir að annar sonurinn fékk taugaáfall vegna kvíða. Það sem af er ári hefur 75 börnum verið synjað um alþjóðlega vernd. Endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Hins vegar hefur endursendingum ekki verið hætt hafi börnin þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. UNICEF hefur bent á að ekki sé ásættanlegt með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að hagsmunir barna séu metnir ólíkir á grundvelli lagalegrar stöðu. Raunveruleg staða í flóttamannabúðum í Grikklandi sé sú sama. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að þverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna, sem situr í nefndinni, segir hana lítið hafa gert og í raun verið bitlausa. „Við höfum núna síðustu vikur beðið eftir því að ráðuneytin skoði það hvernig sé hægt að endurmóta nefndina þannig að hún nái betur styrk sínum. Þetta snýst í rauninni um það að nefndin geti unnið miklu betur og meira með stjórnsýslunni við úttekt á framkvæmdinni," segir Andrés Ingi. Í mörgum tilvikum sé ekki forsvaranlegt að senda fólk í viðkvæmri stöðu, sem glímir við veikindi eða með börn, aftur í hælisleitendakerfið í Grikklandi. Þrátt fyrir að endurskoðun á verkferlum sé langtímaverkefni nefndarinnar þurfi að bregðast strax við. „Það að bregðast við ástandinu í gríska hæliskerfinu er kannski eitthvað sem þolir enga bið og kallar ekkert á flókna útfærlsu. Þetta er bara ákvörðun sem þarf að taka á réttum stað. Og það er uppi í ráðuneyti," segir Andrés Ingi. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Sjá meira
Endurskoða þarf verklag við brottvísanir hælisleitenda til Grikklands að mati þingmanns Vinstri Grænna sem á sæti í þingmannanefnd um útlendingamál. Þær séu ekki forsvaranlegar í mörgum tilvikum. Hann segir að nefndin sem á að sinna eftirliti með framkvæmd laganna hafi verið bitlaus. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna brottvísana barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í næstu viku verður hin fjórtán ára gamla Zainab Safari og fjölskylda hennar send til Grikklands en bekkjarfélagar hennar í Hagaskóla hafa undanfarið barist fyrir áframhaldandi veru hennar. Þá hefur brottvísun afgangskra feðga einungis tímabundið verið frestað eftir að annar sonurinn fékk taugaáfall vegna kvíða. Það sem af er ári hefur 75 börnum verið synjað um alþjóðlega vernd. Endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Hins vegar hefur endursendingum ekki verið hætt hafi börnin þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. UNICEF hefur bent á að ekki sé ásættanlegt með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að hagsmunir barna séu metnir ólíkir á grundvelli lagalegrar stöðu. Raunveruleg staða í flóttamannabúðum í Grikklandi sé sú sama. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að þverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna, sem situr í nefndinni, segir hana lítið hafa gert og í raun verið bitlausa. „Við höfum núna síðustu vikur beðið eftir því að ráðuneytin skoði það hvernig sé hægt að endurmóta nefndina þannig að hún nái betur styrk sínum. Þetta snýst í rauninni um það að nefndin geti unnið miklu betur og meira með stjórnsýslunni við úttekt á framkvæmdinni," segir Andrés Ingi. Í mörgum tilvikum sé ekki forsvaranlegt að senda fólk í viðkvæmri stöðu, sem glímir við veikindi eða með börn, aftur í hælisleitendakerfið í Grikklandi. Þrátt fyrir að endurskoðun á verkferlum sé langtímaverkefni nefndarinnar þurfi að bregðast strax við. „Það að bregðast við ástandinu í gríska hæliskerfinu er kannski eitthvað sem þolir enga bið og kallar ekkert á flókna útfærlsu. Þetta er bara ákvörðun sem þarf að taka á réttum stað. Og það er uppi í ráðuneyti," segir Andrés Ingi.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Sjá meira
Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00