Fótbolti

Gana og Kamerún áfram í 16-liða úrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ayew og félagar eru komnir áfram.
Ayew og félagar eru komnir áfram. vísir/getty
Gana og Kamerún eru komin áfram í 16-liða úrslit Afríkukeppninnar eftir að síðasta umferðin í F-riðlinum var spiluð í dag.

Gana vann 2-0 sigur á Gínea-Bissá. Staðan var markalaus í hálfleik en Jordan Ayew, leikmaður Swansea, skoraði fyrsta markið á 46. mínútu.

Thomas Partey, leikmaður Atletico Madrid, skoraði svo annað mark átján mínútum fyrir leikslok og lokatölur 2-0.







Í hinum leik dagsins í F-riðlinum gerðu Benín og Kamerún markalaust jafntefli en jafnteflið dugir Kamerún áfram í 16-liða úrslitin.

Gana og Kamerún enda á toppi riðilsins með fimm stig, Benín er með þrjú stig í þriðja sæti og Gínea-Bissá er á botninum með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×