Verndarengillinn Sterling á forsíðu GQ: Mamman talaði ekki við hann í hálft ár eftir að hann byrjaði að drekka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2019 23:15 Sterling fer um víðan völl í viðtalinu við GQ. vísir/getty Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er á forsíðu ágúst heftis breska tímaritsins GQ. Á forsíðunni er Sterling ber að ofan með svarta vængi undir fyrirsögninni „Verndarengilinn: Hvernig Raheem Sterling bjargaði fótboltanum frá sjálfum sér.“.@sterling7 is our August cover star. Download the digital edition and read the full interview with @campbellclaret now: https://t.co/MwgAGSfh89#SubscribersEditionpic.twitter.com/mspAEGMoRI — British GQ (@BritishGQ) July 2, 2019 Í viðtalinu sem Alastair Campbell, sem var á sínum tíma einn helsti bandamaður Tonys Blair, tók er farið um víðan völl. Sterling ræðir m.a. um baráttu sína við kynþáttafordóma, framtíðarhorfurnar, Pep Guardiola, móður sína og æskuna. Sterling fæddist og bjó fyrstu fimm ár ævinnar á Jamaíku. Faðir hans var myrtur þegar Sterling var tveggja ára. Hann segist ekkert muna eftir honum og veit ekki af hverju hann var myrtur. „Mamma hefur eiginlega ekkert talað um það. Hún sagði mér bara að hann hefði verið í gleðskap þar sem skotum var hleypt af,“ sagði Sterling. Hann segir að skólakerfið á Englandi sé frábrugðið því á Jamaíku. „Skólinn var öðruvísi. Ég komst upp með meira hér en á Jamaíku var engin miskunn. Belti. Ég held að þessu hafi verið breytt núna en þetta jaðraði við ofbeldi.“ Sterling segir að Guardiola geri miklar kröfur til sinna leikmanna. Og Sterling segir að það sé hvetjandi. „Hann er kröfuharður en það er gott. Það fær mann til að vilja bæta sig og sýna honum hvað maður getur og að maður sé að berjast fyrir stöðu sinni í byrjunarliðinu. Á hverju ári kaupir hann kantmann,“ sagði Sterling. Líkami hans er þakinn húðflúrum. Sterling segir að móðir sín, sem hann segir vera mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi, þoli sum flúrin ekki. „Allir taka góðar ákvarðanir og slæmar. Mamma hatar sum af flúrunum. Ég fékk mér flest þeirra áður en ég varð 19 ára. Ef ég gæti farið til baka væri ég ekki með nein flúr. En þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Ef þú færð þér eitt færðu þér annað,“ sagði Sterling. Móðir hans var heldur ekki ánægð þegar sonurinn byrjaði að drekka áfengi. „Ég var neyddur til þess að drekka af öðrum leikmanni sem ég vil ekki nefna á nafn. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég ekki drukkið. Hún var ekki ánægð og talaði ekki við mig í sex mánuði. Enginn í fjölskyldunni drekkur nema frændi minn.“ England Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Fleiri fréttir Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sjá meira
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er á forsíðu ágúst heftis breska tímaritsins GQ. Á forsíðunni er Sterling ber að ofan með svarta vængi undir fyrirsögninni „Verndarengilinn: Hvernig Raheem Sterling bjargaði fótboltanum frá sjálfum sér.“.@sterling7 is our August cover star. Download the digital edition and read the full interview with @campbellclaret now: https://t.co/MwgAGSfh89#SubscribersEditionpic.twitter.com/mspAEGMoRI — British GQ (@BritishGQ) July 2, 2019 Í viðtalinu sem Alastair Campbell, sem var á sínum tíma einn helsti bandamaður Tonys Blair, tók er farið um víðan völl. Sterling ræðir m.a. um baráttu sína við kynþáttafordóma, framtíðarhorfurnar, Pep Guardiola, móður sína og æskuna. Sterling fæddist og bjó fyrstu fimm ár ævinnar á Jamaíku. Faðir hans var myrtur þegar Sterling var tveggja ára. Hann segist ekkert muna eftir honum og veit ekki af hverju hann var myrtur. „Mamma hefur eiginlega ekkert talað um það. Hún sagði mér bara að hann hefði verið í gleðskap þar sem skotum var hleypt af,“ sagði Sterling. Hann segir að skólakerfið á Englandi sé frábrugðið því á Jamaíku. „Skólinn var öðruvísi. Ég komst upp með meira hér en á Jamaíku var engin miskunn. Belti. Ég held að þessu hafi verið breytt núna en þetta jaðraði við ofbeldi.“ Sterling segir að Guardiola geri miklar kröfur til sinna leikmanna. Og Sterling segir að það sé hvetjandi. „Hann er kröfuharður en það er gott. Það fær mann til að vilja bæta sig og sýna honum hvað maður getur og að maður sé að berjast fyrir stöðu sinni í byrjunarliðinu. Á hverju ári kaupir hann kantmann,“ sagði Sterling. Líkami hans er þakinn húðflúrum. Sterling segir að móðir sín, sem hann segir vera mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi, þoli sum flúrin ekki. „Allir taka góðar ákvarðanir og slæmar. Mamma hatar sum af flúrunum. Ég fékk mér flest þeirra áður en ég varð 19 ára. Ef ég gæti farið til baka væri ég ekki með nein flúr. En þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Ef þú færð þér eitt færðu þér annað,“ sagði Sterling. Móðir hans var heldur ekki ánægð þegar sonurinn byrjaði að drekka áfengi. „Ég var neyddur til þess að drekka af öðrum leikmanni sem ég vil ekki nefna á nafn. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég ekki drukkið. Hún var ekki ánægð og talaði ekki við mig í sex mánuði. Enginn í fjölskyldunni drekkur nema frændi minn.“
England Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Fleiri fréttir Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sjá meira