Fótbolti

Marokkó og Fílabeinsströndin í 16-liða úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik Marokkó og Suður-Afríku.
Úr leik Marokkó og Suður-Afríku. vísir/getty
Keppni í D-riðli Afríkumótsins í Egyptalandi lauk í dag.

Marokkó tryggði sér toppsætið með 0-1 sigri á Suður-Afríku. Moubarak Boussoufa skoraði sigurmarkið á lokamínútunni. Marokkó vann alla þrjá leiki sína í riðlakepnnini 1-0.

Fílabeinsströndin tók 2. sætið með sigri á Namibíu, 1-4. Max Gradel, Serey Die, Wilfried Zaha og Maxwel Cornet skoruðu mörk Fílbeinsstrendinga sem fengu sex stig í riðlinum.

Suður-Afríkumenn enduðu í 3. sæti riðilsins með þrjú stig. Þeir þurfa að bíða til morguns til að vita hvort þeir komist áfram í 16-liða úrslit sem eitt þeirra fjögurra liða sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sex.

Namibíumenn töpuðu öllum þremur leikjunum sínum í riðlinum og eru úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×