Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Afganskur faðir, sem dvalið hefur á Íslandi í tæpt ár ásamt sonum sínum en var synjað um hæli, segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Rætt verður við feðgana í kvöldfréttum stöðvar 2 á eftir en faðir drengjanna segir að í Grikklandi bíði þeirra ekkert nema gatan.

Pattstaða er komin upp hjá leiðtogum aðildarríkja Evrópusambandsins, sem koma sér ekki saman um að manna æðstu embætti innan sambandsins.

Formaður Snarrótarinnar segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við sérfræðing hjá embætti landlæknis um sykurskattinn svokallaða, en afar skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna. Þá fylgjumst við með áhugaverðum gjörningi Báru Halldórsdóttur, fötlunaraktívista og uppljóstrara, sem þegar hefur vakið nokkra athygli.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×