FlorijanaIsmaili er 24 ára gömul en hún spilar með BSC YoungBoys og er fyrirliði liðsins. Hún hefur spilað tíu landsleiki fyrir Sviss.
Leit að Florijönu stendur enn yfir að sögn lögreglu.
Switzerland forward Florijana Ismaili has been declared missing after a "swimming accident on Lake Como" in Italy.https://t.co/2bnV7zjg1Tpic.twitter.com/DOtqNhYojU
— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2019
Samkvæmt frétt ítalska blaðsins Corriere della Sera þá ætlaði FlorijanaIsmaili að eiga þægilega og afslappandi dag á Como vatninu ásamt liðsfélaga sínum. Þær tóku uppblásin bát á leigu nálægt bænum Musso.
„Hún stakk sér síðan til sunds í vatninu en kom aldrei upp aftur,“ segir í frétt Corriere della Sera.
Si tuffa nel lago: dispersa Florijana Ismaili, calciatrice della nazionale Svizzera https://t.co/s8jy5eQDVs
— Corriere della Sera (@Corriere) June 30, 2019