Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2019 18:38 Brynjar Gauti var hetja Stjörnunnar í Tallin. vísir/daníel þór Mark Brynjars Gauta Guðjónssonar þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í framlengingu í leik Levadia Tallin og Stjörnunnar í dag tryggði Garðbæingum sæti í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Levadia vann leikinn 3-2 en einvígið endaði 4-4 samanlagt. Stjarnan fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli og mætir Espanyol í næstu umferð.BRYYYNJAR GAUTI GUÐJÓNSSON TRYGGIR ÚTIVALLAMARKIÐ SEM ÞURFTI — Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) July 18, 2019 Evgeni Osipov kom Levadia yfir með skalla eftir hornspyrnu á 17. mínútu. Átta mínútum síðar jafnaði Þorsteinn Már með skalla eftir fyrirgjöf Hilmars Árna Halldórssonar. Breiðhyltingurinn lagði einnig upp mark fyrir Grundfirðinginn í fyrri leiknum í Garðabænum. Staðan í hálfleik var 1-1. Heimamenn voru sterkari í byrjun seinni hálfleiks og Nikita Andreev var nálægt því að skora í upphafi en skot hans fór framhjá. Eftir rúmlega klukkutíma leik átti varamaðurinn Ævar Ingi Jóhannsson skalla sem var bjargað á marklínu. Levadia sótti stíft það sem eftir lifði leiks og pressan bar loks árangur á 89. mínútu þegar Osipov skoraði sitt annað mark eftir fyrirgjöf frá varamanninum Érik Moreno. Því þurfti að framlengja. Heimamenn voru miklu sterkari í fyrri hálfleik framlengingarinnar og komust yfir á lokamínútu hans þegar Kruglov skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Martin Rauschenberg sem handlék boltann innan vítateigs. Þrátt fyrir þetta áfall þurfti Stjarnan aðeins eitt mark til að tryggja sér sæti í 2. umferðinni. Það lét bíða eftir sér en kom loks á 123. mínútu þegar Brynjar Gauti skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega enda komnir áfram og fá spennandi andstæðing í næstu umferð.See you in Barcelonahttps://t.co/Afmc3RZzoU — Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) July 18, 2019 Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30
Mark Brynjars Gauta Guðjónssonar þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í framlengingu í leik Levadia Tallin og Stjörnunnar í dag tryggði Garðbæingum sæti í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Levadia vann leikinn 3-2 en einvígið endaði 4-4 samanlagt. Stjarnan fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli og mætir Espanyol í næstu umferð.BRYYYNJAR GAUTI GUÐJÓNSSON TRYGGIR ÚTIVALLAMARKIÐ SEM ÞURFTI — Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) July 18, 2019 Evgeni Osipov kom Levadia yfir með skalla eftir hornspyrnu á 17. mínútu. Átta mínútum síðar jafnaði Þorsteinn Már með skalla eftir fyrirgjöf Hilmars Árna Halldórssonar. Breiðhyltingurinn lagði einnig upp mark fyrir Grundfirðinginn í fyrri leiknum í Garðabænum. Staðan í hálfleik var 1-1. Heimamenn voru sterkari í byrjun seinni hálfleiks og Nikita Andreev var nálægt því að skora í upphafi en skot hans fór framhjá. Eftir rúmlega klukkutíma leik átti varamaðurinn Ævar Ingi Jóhannsson skalla sem var bjargað á marklínu. Levadia sótti stíft það sem eftir lifði leiks og pressan bar loks árangur á 89. mínútu þegar Osipov skoraði sitt annað mark eftir fyrirgjöf frá varamanninum Érik Moreno. Því þurfti að framlengja. Heimamenn voru miklu sterkari í fyrri hálfleik framlengingarinnar og komust yfir á lokamínútu hans þegar Kruglov skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Martin Rauschenberg sem handlék boltann innan vítateigs. Þrátt fyrir þetta áfall þurfti Stjarnan aðeins eitt mark til að tryggja sér sæti í 2. umferðinni. Það lét bíða eftir sér en kom loks á 123. mínútu þegar Brynjar Gauti skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega enda komnir áfram og fá spennandi andstæðing í næstu umferð.See you in Barcelonahttps://t.co/Afmc3RZzoU — Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) July 18, 2019
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti