Tekjur af Vaðlaheiðargöngum miklu lægri en áætlað var Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 11:45 Vesturmunni Vaðlaheiðarganga. Vísir/tryggvi Tekjur af ökumönnum sem fara í gegnum Vaðlaheiðargöng eru um 35 prósent lægri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Að sama skapi hefur umferð um göngin verið undir væntingum, auk þess sem fleiri ökumenn hafa fengið afslátt vegna fyrirframgreiddra ferða en áætlað var. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, telur að ýmsar ástæður kunni að vera fyrir þessari þróun. Haft er eftir honum á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda að framkvæmdir í göngunum kunni að hafa haft áhrif. Jafnframt væri allt eins við því að búast að ökumenn vilji spara sér gjaldið í göngin og aka Víkurskarðið yfir hásumarið og nefnir Valgeir rútur sérstaklega í því samhengi. Nú sé svo komið að um 70 prósent ökumanna nýti Vaðlaheiðargöng en vonir höfðu staðið til að hlutfallið væri um 90 prósent. Hlutfallið hefur því lækkað talsvert frá því að göngin voru opnuð, en í upphafi árs var greint frá því að um 85 prósent ökumanna færi um göngin og aðeins 15 prósent færu um Víkurskarð.Sjá einnig: Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafiÞá segir Valgeir að borið hafi á því að að ferðamenn stöðvi bíla sína fyrir utan göngin vegna þess að þau hafa ekki verið færð inn á landakortin sem ökumennirnir reiða sig á. Vonir standi hins vegar til að vegamerkingar og bætt aðkoma muni auka umferðina um göngin.Villandi merkingar Vegamerkingar við göngin hafa þó sætt gagnrýni af þveröfugri ástæðu. Leiðsögumaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sagði þannig í samtali við Bítið í vor að skilti við Vaðlaheiðargöng væru til þess fallin að blekkja ökumenn og beina þeim inn í göngin, með tilheyrandi gjaldgreiðslu. Í samskiptum við Vísi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að merkingarnar væru þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Ökutæki sem eru 7,5 tonn og yfir greiða 5200 krónur fyrir ferðina. Stök ferð fólkbíls um göngin mun kosta 1500 krónur. 10 ferðir kosta 12.500 krónur eða 1250 krónur ferðin. 40 ferðir kosta 36.000 krónur eða 900 krónur ferðin. 100 ferðir kosta 70.000 krónur eða 700 krónur ferðin. Vaðlaheiðargöng reyndust umtalsvert dýrari en ráð var fyrir gert og varð heildarkostnaður þeirra um 17 milljarðar króna. Akureyri Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. 25. mars 2019 11:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Tekjur af ökumönnum sem fara í gegnum Vaðlaheiðargöng eru um 35 prósent lægri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Að sama skapi hefur umferð um göngin verið undir væntingum, auk þess sem fleiri ökumenn hafa fengið afslátt vegna fyrirframgreiddra ferða en áætlað var. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, telur að ýmsar ástæður kunni að vera fyrir þessari þróun. Haft er eftir honum á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda að framkvæmdir í göngunum kunni að hafa haft áhrif. Jafnframt væri allt eins við því að búast að ökumenn vilji spara sér gjaldið í göngin og aka Víkurskarðið yfir hásumarið og nefnir Valgeir rútur sérstaklega í því samhengi. Nú sé svo komið að um 70 prósent ökumanna nýti Vaðlaheiðargöng en vonir höfðu staðið til að hlutfallið væri um 90 prósent. Hlutfallið hefur því lækkað talsvert frá því að göngin voru opnuð, en í upphafi árs var greint frá því að um 85 prósent ökumanna færi um göngin og aðeins 15 prósent færu um Víkurskarð.Sjá einnig: Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafiÞá segir Valgeir að borið hafi á því að að ferðamenn stöðvi bíla sína fyrir utan göngin vegna þess að þau hafa ekki verið færð inn á landakortin sem ökumennirnir reiða sig á. Vonir standi hins vegar til að vegamerkingar og bætt aðkoma muni auka umferðina um göngin.Villandi merkingar Vegamerkingar við göngin hafa þó sætt gagnrýni af þveröfugri ástæðu. Leiðsögumaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sagði þannig í samtali við Bítið í vor að skilti við Vaðlaheiðargöng væru til þess fallin að blekkja ökumenn og beina þeim inn í göngin, með tilheyrandi gjaldgreiðslu. Í samskiptum við Vísi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að merkingarnar væru þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Ökutæki sem eru 7,5 tonn og yfir greiða 5200 krónur fyrir ferðina. Stök ferð fólkbíls um göngin mun kosta 1500 krónur. 10 ferðir kosta 12.500 krónur eða 1250 krónur ferðin. 40 ferðir kosta 36.000 krónur eða 900 krónur ferðin. 100 ferðir kosta 70.000 krónur eða 700 krónur ferðin. Vaðlaheiðargöng reyndust umtalsvert dýrari en ráð var fyrir gert og varð heildarkostnaður þeirra um 17 milljarðar króna.
Akureyri Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. 25. mars 2019 11:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15
Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15
Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. 25. mars 2019 11:00