Aðstoðarþjálfarinn Rakel Logadóttir tekur við HK/Víkingi og stýrir liðinu í síðustu tíu leikjum þess í Pepsi Max-deildinni. Lára Hafliðadóttir verður Rakel til aðstoðar.
Fyrsti leikur Rakelar við stjórnvölinn verður gegn KR í Vesturbænum annað kvöld. Hún var ráðin aðstoðarþjálfari HK/Víkings fyrir tímabilið. Rakel er einn leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna á Íslandi og vann fjölda titla með Val. Þá lék hún 26 A-landsleiki.
HK/Víkingur tapaði 6-0 fyrir Þór/KA í síðustu umferð og hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og bikar. HK/Víkingur er með sex stig á botni deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti.
Þórhallur tók við HK/Víkingi fyrir síðasta tímabil. Undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti í fyrra.
Þórhallur er annar þjálfarinn í Pepsi Max-deild kvenna sem hættir. Í byrjun þessa mánaðar hætti Bojana Besic hjá KR.