Myrkvuð Manhattan í lamasessi í gærkvöldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 09:55 Myrkrið í New York í gærkvöldi. Vísir/EPA Rafmagnslaust varð í hjarta miðborgarinnar á Manhattan í New York í um fimm klukkustundir í gærkvöldi. Rafmagnsleysið olli því m.a. að ljósin á Times Square, einu helsta og jafnframt bjartasta kennileiti borgarinnar, slokknuðu. Þá festist fólk í neðanjarðarlestum og íbúar neyddust til að stjórna sjálfir umferð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði New York-borgar má rekja rafmagnsleysið til skammhlaups í straumbreyti í miðbænum, sem varð að eldsvoða. Rafmagni sló þannig út á nokkuð stóru svæði, allt frá Times Square og að 72. stræti við Broadway, og er talið að rúmlega 70 þúsund heimili og fyrirtæki hafi orðið rafmagnslaus. Rafmagni var komið aftur á skömmu fyrir miðnætti en í millitíðinni lágu umferðarljós víða niðri í borginni, til dæmis við Rockefeller Center. Hér að neðan má sjá myndband af óbreyttum borgurum sem leystu ljósin af hólmi og freistuðu þess að stýra umferðinni í rafmagnsleysinu.Citizens taking initiative to regulate the street traffic, as traffic lights, #transportation, #business services and some of critical #infrastructure are affected #poweroutagenyc #blackoutnyc pic.twitter.com/saBHNLgCFw— Elena Kvochko (@ekvochko) July 14, 2019 Þá þurfti víða að aflýsa leiksýningum á Broadway, sem trekkja iðulega að þúsundir manna á laugardagskvöldum. Leikhópur verðlaunasöngleiksins Hadestown bauð upp á sárabót handa vonsviknum áhorfendum fyrir utan leikhúsið í gær og söng fyrir þá lög úr söngleiknum.Very nice. Cast of @hadestown singing to the disappointed audience about the #blackout. pic.twitter.com/zIHuozHIGu— angela pinsky (@AngelaPinsky) July 13, 2019 Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez kom jafnframt á framfæri afsökunarbeiðni til aðdáenda sinna en hún neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Madison Square Garden vegna rafmagnsleysisins.Devastated and heartbroken that I can't perform for all of you tonight. We will make this up to you, I promise! I love you!! #ItsMyPartyTour pic.twitter.com/PZhFoPkeeM— Jennifer Lopez (@JLo) July 14, 2019 Hér að neðan má svo sjá myndband af því þegar rafmagni var komið aftur á um miðnætti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í borginni þegar birti loksins til á ný.The moment power was restored in Manhattan. #NYCblackout #blackoutnyc #Blackout pic.twitter.com/0T3b3VkMHY— Quentin Alexandre (@qa_alexandre) July 14, 2019 Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Rafmagnslaust varð í hjarta miðborgarinnar á Manhattan í New York í um fimm klukkustundir í gærkvöldi. Rafmagnsleysið olli því m.a. að ljósin á Times Square, einu helsta og jafnframt bjartasta kennileiti borgarinnar, slokknuðu. Þá festist fólk í neðanjarðarlestum og íbúar neyddust til að stjórna sjálfir umferð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði New York-borgar má rekja rafmagnsleysið til skammhlaups í straumbreyti í miðbænum, sem varð að eldsvoða. Rafmagni sló þannig út á nokkuð stóru svæði, allt frá Times Square og að 72. stræti við Broadway, og er talið að rúmlega 70 þúsund heimili og fyrirtæki hafi orðið rafmagnslaus. Rafmagni var komið aftur á skömmu fyrir miðnætti en í millitíðinni lágu umferðarljós víða niðri í borginni, til dæmis við Rockefeller Center. Hér að neðan má sjá myndband af óbreyttum borgurum sem leystu ljósin af hólmi og freistuðu þess að stýra umferðinni í rafmagnsleysinu.Citizens taking initiative to regulate the street traffic, as traffic lights, #transportation, #business services and some of critical #infrastructure are affected #poweroutagenyc #blackoutnyc pic.twitter.com/saBHNLgCFw— Elena Kvochko (@ekvochko) July 14, 2019 Þá þurfti víða að aflýsa leiksýningum á Broadway, sem trekkja iðulega að þúsundir manna á laugardagskvöldum. Leikhópur verðlaunasöngleiksins Hadestown bauð upp á sárabót handa vonsviknum áhorfendum fyrir utan leikhúsið í gær og söng fyrir þá lög úr söngleiknum.Very nice. Cast of @hadestown singing to the disappointed audience about the #blackout. pic.twitter.com/zIHuozHIGu— angela pinsky (@AngelaPinsky) July 13, 2019 Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez kom jafnframt á framfæri afsökunarbeiðni til aðdáenda sinna en hún neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Madison Square Garden vegna rafmagnsleysisins.Devastated and heartbroken that I can't perform for all of you tonight. We will make this up to you, I promise! I love you!! #ItsMyPartyTour pic.twitter.com/PZhFoPkeeM— Jennifer Lopez (@JLo) July 14, 2019 Hér að neðan má svo sjá myndband af því þegar rafmagni var komið aftur á um miðnætti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í borginni þegar birti loksins til á ný.The moment power was restored in Manhattan. #NYCblackout #blackoutnyc #Blackout pic.twitter.com/0T3b3VkMHY— Quentin Alexandre (@qa_alexandre) July 14, 2019
Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira