Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 14:11 Frá vinstri: Steve Witkoff erindrekir Trumps gagnvart Mið-Austurlöndum, Marco Rubio utanríkisráðherra, Mike Waltz þjóðaröryggisráðgjafi, Faisal bin Farhan Al Saud prins og utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Mosaad bin Mohammad Al-Aiban, þjóðaröryggisráðgjafi, Yui Ushakov ráðgjafi Pútíns og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Evelyn Hockstein Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu. Tammy Bruce, talskona utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir að þeim teymum sé ætlað að finna leið til að binda enda á stríðið í Úkraínu eins fljótt og hægt sé, en komast að samkomulagi til langs tíma sem allir séu sáttir við. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bruce um viðræðurnar sem birt var á vef ráðuneytisins. Þar kemur fram að Bandaríkjamenn og Rússar ætli að ræða frekar um „pirrandi atriði“ sem hafi komið niður á sambandi ríkjanna. Markmiðið sé að taka skref til að endurstilla sambandið. Einnig standi til að leggja grunninn að frekar samstarfi ríkjanna á alþjóðasviðinu og möguleg fjárfestingartækifæri sem muni líta dagsins ljós þegar búið er að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Engin ákvörðun var tekin um mögulegan fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta ríkjanna. Hins vegar er talið að þeir muni á endanum hittast. Allir muni sitja við borðið Eftir fundinn lýsti Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, honum sem fyrsta skrefinu í löngu og erfiðu ferðalagi. Við enda þessa ferðalags mætti vonandi finna endalok á átökunum í Úkraínu. Hann þvertók líka fyrir að búið væri að setja Evrópu á hliðarlínuna og sagði að Evrópusambandið þyrfti að koma að þessum viðræðum á einhverjum tímapunkti. Endapunkturinn þyrfti alltaf að vera samkomulag sem allir gætu sætt sig við, samkvæmt Retuers. Keith Kellog, sérstakur erindreki Trumps varðandi Úkraínu, sem kom ekki að viðræðunum í Sádi-Arabíu og hefur þess í stað átt í viðræðum við ráðamenn í Evrópu, mun ferðast til Kænugarðs í dag. Michael Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sagði blaðamönnum eftir fundinn að Evrópa þyrfti að taka í stjórnartaumana, þegar kæmi að öryggistryggingum eftir vel heppnaðar friðarviðræður, eins og bandarískir ráðamenn hafa áður sagt. Hrósaði hann Bretum og Frökkum fyrir ummæli um að senda mögulega hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, að hann hafi gert Bandaríkjamönnum ljóst að Rússar myndu ekki sætta sig við hermenn NATO ríkja í Úkraínu. Sama hvort þeir væru þar undir fána Atlantshafsbandalagins, ESB eða einstakra ríkja. Þetta sagði Lavrov við blaðamenn eftir fundinn. Hann sagði einnig að Úkraínumenn myndu aldrei aftur fá þau landsvæði sem Rússar hafi lagt undir sig í Úkraínu. Rússar gera kröfu á fjögur héruð Úkraínu, auk Krímskaga, þó þeir stjórni engu þeirra að fullu. Langþreytt en óttast óhagstætt samkomulag Úkraínska þjóðin er langþreytt eftir tæplega þriggja ára innrás Rússa og vill binda enda á stríðið. Það sem Úkraínumenn óttast núna er að samkomulag um frið verði þeim óhagstætt og geti leitt til áframhaldandi átaka á næstu árum. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi stöðuna meðal annars við eldri konu í Kænugarði sem sagði að verið væri að rústa Úkraínu. „Úkraína þjáist, Úkraína er að berjast og forsetinn okkar er ekki með,“ sagði konan. „Við erum fórnarlömbin.“ Hún sagði að Úkraínumenn ættu að sitja við stýrið. „Ég mun ekki fyrirgefa þeim. Ég mun aldrei fyrirgefa.“ Eins og fram kemur hér að ofan segja Bandaríkjamenn að Úkraína muni hafa sæti við borðið, þegar eiginlegar viðræður um frið í Úkraínu hefjast. Eins og bent er á í grein AP sýna kannanir að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að benda enda á stríðið en flestir eru sammála því að það skipti miklu máli hvernig það verði gert. Friður eigi ekki að koma á kostnað þeirra sem búa á hernumdum svæðum og megi ekki vera þess eðlis að Rússar geti gert aðra innrás á næstu árum. Þurfa öryggistryggingar Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Selenskí hefur varað við því að án aðkomu Bandaríkjanna eigi ríki Evrópu erfitt með að veita Úkraínumönnum góðar öryggistryggingar. Án slíkra ráðstafana og með niðurfellingu refsiaðgerða gegn Rússlandi er, eins og áður hefur komið fram, fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Úkraínumenn óttast líka að án góðra öryggistryggingarmuni reynast erfitt að fá þá fjölmörgu Úkraínumenn sem hafa flúið land aftur heim. Munu berjast áfram án Bandaríkjanna Einn hermaður sem blaðamenn AP ræddu við sagði Rússa ekki eingöngu ógna Úkraínu. Pútín væri ógn við alla Evrópu og þess vegna yrði Evrópa að koma að viðræðunum. Hann sagði einnig að ef ríkisstjórn Trumps styddi Úkraínu að fullu væri hægt að reka Rússa á brott og þar að auki gæti ríkið fengið aðild að NATO. „Ef Bandaríkjamenn vilja ekki styrkja okkur, munu fleiri deyja, við munum missa fleiri en við munum halda áfram að berjast, því þetta er spurning um tilvist okkar.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið Sádi-Arabía Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. 18. febrúar 2025 07:15 Evrópa þurfi að vígbúast Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. 17. febrúar 2025 20:54 Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09 Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. 17. febrúar 2025 18:13 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Tammy Bruce, talskona utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir að þeim teymum sé ætlað að finna leið til að binda enda á stríðið í Úkraínu eins fljótt og hægt sé, en komast að samkomulagi til langs tíma sem allir séu sáttir við. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bruce um viðræðurnar sem birt var á vef ráðuneytisins. Þar kemur fram að Bandaríkjamenn og Rússar ætli að ræða frekar um „pirrandi atriði“ sem hafi komið niður á sambandi ríkjanna. Markmiðið sé að taka skref til að endurstilla sambandið. Einnig standi til að leggja grunninn að frekar samstarfi ríkjanna á alþjóðasviðinu og möguleg fjárfestingartækifæri sem muni líta dagsins ljós þegar búið er að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Engin ákvörðun var tekin um mögulegan fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta ríkjanna. Hins vegar er talið að þeir muni á endanum hittast. Allir muni sitja við borðið Eftir fundinn lýsti Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, honum sem fyrsta skrefinu í löngu og erfiðu ferðalagi. Við enda þessa ferðalags mætti vonandi finna endalok á átökunum í Úkraínu. Hann þvertók líka fyrir að búið væri að setja Evrópu á hliðarlínuna og sagði að Evrópusambandið þyrfti að koma að þessum viðræðum á einhverjum tímapunkti. Endapunkturinn þyrfti alltaf að vera samkomulag sem allir gætu sætt sig við, samkvæmt Retuers. Keith Kellog, sérstakur erindreki Trumps varðandi Úkraínu, sem kom ekki að viðræðunum í Sádi-Arabíu og hefur þess í stað átt í viðræðum við ráðamenn í Evrópu, mun ferðast til Kænugarðs í dag. Michael Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sagði blaðamönnum eftir fundinn að Evrópa þyrfti að taka í stjórnartaumana, þegar kæmi að öryggistryggingum eftir vel heppnaðar friðarviðræður, eins og bandarískir ráðamenn hafa áður sagt. Hrósaði hann Bretum og Frökkum fyrir ummæli um að senda mögulega hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, að hann hafi gert Bandaríkjamönnum ljóst að Rússar myndu ekki sætta sig við hermenn NATO ríkja í Úkraínu. Sama hvort þeir væru þar undir fána Atlantshafsbandalagins, ESB eða einstakra ríkja. Þetta sagði Lavrov við blaðamenn eftir fundinn. Hann sagði einnig að Úkraínumenn myndu aldrei aftur fá þau landsvæði sem Rússar hafi lagt undir sig í Úkraínu. Rússar gera kröfu á fjögur héruð Úkraínu, auk Krímskaga, þó þeir stjórni engu þeirra að fullu. Langþreytt en óttast óhagstætt samkomulag Úkraínska þjóðin er langþreytt eftir tæplega þriggja ára innrás Rússa og vill binda enda á stríðið. Það sem Úkraínumenn óttast núna er að samkomulag um frið verði þeim óhagstætt og geti leitt til áframhaldandi átaka á næstu árum. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi stöðuna meðal annars við eldri konu í Kænugarði sem sagði að verið væri að rústa Úkraínu. „Úkraína þjáist, Úkraína er að berjast og forsetinn okkar er ekki með,“ sagði konan. „Við erum fórnarlömbin.“ Hún sagði að Úkraínumenn ættu að sitja við stýrið. „Ég mun ekki fyrirgefa þeim. Ég mun aldrei fyrirgefa.“ Eins og fram kemur hér að ofan segja Bandaríkjamenn að Úkraína muni hafa sæti við borðið, þegar eiginlegar viðræður um frið í Úkraínu hefjast. Eins og bent er á í grein AP sýna kannanir að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að benda enda á stríðið en flestir eru sammála því að það skipti miklu máli hvernig það verði gert. Friður eigi ekki að koma á kostnað þeirra sem búa á hernumdum svæðum og megi ekki vera þess eðlis að Rússar geti gert aðra innrás á næstu árum. Þurfa öryggistryggingar Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Selenskí hefur varað við því að án aðkomu Bandaríkjanna eigi ríki Evrópu erfitt með að veita Úkraínumönnum góðar öryggistryggingar. Án slíkra ráðstafana og með niðurfellingu refsiaðgerða gegn Rússlandi er, eins og áður hefur komið fram, fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Úkraínumenn óttast líka að án góðra öryggistryggingarmuni reynast erfitt að fá þá fjölmörgu Úkraínumenn sem hafa flúið land aftur heim. Munu berjast áfram án Bandaríkjanna Einn hermaður sem blaðamenn AP ræddu við sagði Rússa ekki eingöngu ógna Úkraínu. Pútín væri ógn við alla Evrópu og þess vegna yrði Evrópa að koma að viðræðunum. Hann sagði einnig að ef ríkisstjórn Trumps styddi Úkraínu að fullu væri hægt að reka Rússa á brott og þar að auki gæti ríkið fengið aðild að NATO. „Ef Bandaríkjamenn vilja ekki styrkja okkur, munu fleiri deyja, við munum missa fleiri en við munum halda áfram að berjast, því þetta er spurning um tilvist okkar.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið Sádi-Arabía Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. 18. febrúar 2025 07:15 Evrópa þurfi að vígbúast Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. 17. febrúar 2025 20:54 Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09 Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. 17. febrúar 2025 18:13 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. 18. febrúar 2025 07:15
Evrópa þurfi að vígbúast Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. 17. febrúar 2025 20:54
Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09
Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. 17. febrúar 2025 18:13