17 ára stunginn til bana fyrir að spila rapptónlist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2019 12:09 Búið er að setja upp lítinn minnisvarða um Al-Amin á staðnum þar sem ráðist var á hann. Morð á 17 ára þeldökkum dreng í Arizona í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð þar í landi. Drengurinn var stunginn af manni sem segir sér hafa verið ógnað af rapptónlist sem drengurinn var að spila. Elijah Al-Amin var stunginn fyrir utan verslun í úthverfi Peoria-borgar í Arizona. 27 ára gamall hvítur maður að nafni Michael Adams hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðið. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu. Réttað verður yfir honum þann 15. júlí næstkomandi. Adams viðurkenndi við skýrslutöku að honum hafi þótt rapptónlistin sem Al-Amin spilaði í hátalara ógnandi. Þegar atvikið átti sér stað komu viðbragðsaðilar að Al-Amin þar sem hann lá við eldsneytisdælur kjörbúðarinnar Circle K. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést. Þó nokkur sjónarvitni voru að því þegar Al-Amin var stunginn í háls og bak. Stuttu eftir að tilkynnt var um árásina fannst Adams í grennd við verslunina með vasahníf á sér og blóð á klæðum sínum. Adams var nýkominn úr fangelsi þegar árásin varð, en fram til 2. júlí hafði hann afplánað 13 mánaða fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás.Al-Amin var 17 ára þegar hann var myrtur.Vísir/APÁ mánudaginn var Al-Amin borinn til grafar en fyrir útförina var haldin stutt tilbeiðslustund í miðstöð múslimasamfélagsins í Tempe, sem er borg í nágrenni Peoria.Málið áberandi á netinu Málið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum vestanhafs en myllumerkið #JusticeForElijah (#RéttlætiFyrirElijah) hefur farið á talsvert flug á Twitter. Cory Booker, einn þeirra 23 sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, tísti um málið í fyrradag. „Enn eitt barna okkar myrt á hrottafenginn og tilefnislausan hátt. Dómsmálaráðuneytið verður að rannsaka þennan hatursglæp strax. Hvíl í friði Elijah. #RéttlætiFyrirElijah“Another one of our children has been murdered in a heinous and unprovoked way—the DOJ must investigate this hate crime immediately. RIP Elijah. #JusticeForElijahhttps://t.co/0QaJiKudAf — Cory Booker (@CoryBooker) July 8, 2019 Bandaríkin Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Morð á 17 ára þeldökkum dreng í Arizona í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð þar í landi. Drengurinn var stunginn af manni sem segir sér hafa verið ógnað af rapptónlist sem drengurinn var að spila. Elijah Al-Amin var stunginn fyrir utan verslun í úthverfi Peoria-borgar í Arizona. 27 ára gamall hvítur maður að nafni Michael Adams hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðið. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu. Réttað verður yfir honum þann 15. júlí næstkomandi. Adams viðurkenndi við skýrslutöku að honum hafi þótt rapptónlistin sem Al-Amin spilaði í hátalara ógnandi. Þegar atvikið átti sér stað komu viðbragðsaðilar að Al-Amin þar sem hann lá við eldsneytisdælur kjörbúðarinnar Circle K. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést. Þó nokkur sjónarvitni voru að því þegar Al-Amin var stunginn í háls og bak. Stuttu eftir að tilkynnt var um árásina fannst Adams í grennd við verslunina með vasahníf á sér og blóð á klæðum sínum. Adams var nýkominn úr fangelsi þegar árásin varð, en fram til 2. júlí hafði hann afplánað 13 mánaða fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás.Al-Amin var 17 ára þegar hann var myrtur.Vísir/APÁ mánudaginn var Al-Amin borinn til grafar en fyrir útförina var haldin stutt tilbeiðslustund í miðstöð múslimasamfélagsins í Tempe, sem er borg í nágrenni Peoria.Málið áberandi á netinu Málið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum vestanhafs en myllumerkið #JusticeForElijah (#RéttlætiFyrirElijah) hefur farið á talsvert flug á Twitter. Cory Booker, einn þeirra 23 sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, tísti um málið í fyrradag. „Enn eitt barna okkar myrt á hrottafenginn og tilefnislausan hátt. Dómsmálaráðuneytið verður að rannsaka þennan hatursglæp strax. Hvíl í friði Elijah. #RéttlætiFyrirElijah“Another one of our children has been murdered in a heinous and unprovoked way—the DOJ must investigate this hate crime immediately. RIP Elijah. #JusticeForElijahhttps://t.co/0QaJiKudAf — Cory Booker (@CoryBooker) July 8, 2019
Bandaríkin Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira