Hamilton á ráspól eftir hrakfarir Ferrari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2019 14:03 Lewis Hamilton í brautinni vísir/getty Lewis Hamilton verður á ráspól þegar þýski kappaksturinn verður ræstur út í Formúlu 1 á morgun eftir að báðir bílar Ferrari biluðu. Sebastian Vettel vonaðist eftir því að ná árangri á heimavelli sínum, Ferrari hafði náð bestum árangri á æfingum vikunnar og brautin í Hockenheim hefur í sögunni reynst þeim rauðu vel. Vettel náði hins vegar ekki að mæla hring þegar tímatakan hófst vegna bilunar í bílnum. Charles Leclerc var því eftir sem eina von Ferrari að berjast um ráspól, en þegar komið var í þriðja og síðasta hluta tímatökunnar þá náði hann heldur ekki að setja tíma, aftur vegna bilunar. Leclerc is out of the car He won't be driving in Q3, despite good times all weekend#F1#GermanGPpic.twitter.com/zQWLnmgQe1 — Formula 1 (@F1) July 27, 2019 Eftir stóð að Hamilton og liðsfélagi hans Valtteri Bottas börðust við Max Verstappen um ráspólinn. Heimsmeistarinn Hamilton náði besta tímanum á 1:11,767 mínútum. Verstappen á Red Bull bílnum varð annar og Bottas þriðji. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2008 sem Hamilton nær ráspól á þessari braut. Kappaksturinn á Hockenheimbrautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsending klukkan 12:50.BREAKING: @LewisHamilton takes pole for Sunday's German Grand Prix ahead of Max Verstappen and Valtteri Bottas#F1#GermanGPpic.twitter.com/mdnaqBVK8i — Formula 1 (@F1) July 27, 2019 Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól þegar þýski kappaksturinn verður ræstur út í Formúlu 1 á morgun eftir að báðir bílar Ferrari biluðu. Sebastian Vettel vonaðist eftir því að ná árangri á heimavelli sínum, Ferrari hafði náð bestum árangri á æfingum vikunnar og brautin í Hockenheim hefur í sögunni reynst þeim rauðu vel. Vettel náði hins vegar ekki að mæla hring þegar tímatakan hófst vegna bilunar í bílnum. Charles Leclerc var því eftir sem eina von Ferrari að berjast um ráspól, en þegar komið var í þriðja og síðasta hluta tímatökunnar þá náði hann heldur ekki að setja tíma, aftur vegna bilunar. Leclerc is out of the car He won't be driving in Q3, despite good times all weekend#F1#GermanGPpic.twitter.com/zQWLnmgQe1 — Formula 1 (@F1) July 27, 2019 Eftir stóð að Hamilton og liðsfélagi hans Valtteri Bottas börðust við Max Verstappen um ráspólinn. Heimsmeistarinn Hamilton náði besta tímanum á 1:11,767 mínútum. Verstappen á Red Bull bílnum varð annar og Bottas þriðji. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2008 sem Hamilton nær ráspól á þessari braut. Kappaksturinn á Hockenheimbrautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsending klukkan 12:50.BREAKING: @LewisHamilton takes pole for Sunday's German Grand Prix ahead of Max Verstappen and Valtteri Bottas#F1#GermanGPpic.twitter.com/mdnaqBVK8i — Formula 1 (@F1) July 27, 2019
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira