Atletico vann leikinn 7-3 eftir að hafa skorað tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins og verið 5-0 yfir í hálfleik.
„Við tókum þessu sem æfingaleik en þeir spiluðu eins og þetta væri úrslitaleikur,“ sagði fyrirliði Real eftir leikinn.
„Þeir voru miklu ákafari en við og kláruðu færin sín vel.“
„Það er hægt að tapa á marga vegu, en þú átt ekki að tapa svona. Eftir hræðilegan fyrri hálfleik ætluðum við að reyna að gleyma honum og í það minnsta vinna seinni hálfleikinn, sem við gerðum.“
Eftir vonbrigðatímabil síðasta vetur segir Ramos að þessi úrslit séu þó ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af næsta vetri.
„Þetta er sárt, eins og allir tapleikir, en við þurfum ekki að hafa áhyggjur. Við erum enn að undirbúa okkur.“
„Við byrjum frá núlli og það er of snemmt að dæma liðið núna. Ég hef mikla trú á þessu liði,“ sagði Sergio Ramos.