Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 20:30 Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. Átak lögreglunnar hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri. Í nýjum umferðalögum sem taka gildi næstu áramót eru brot vegna notkunar farsíma undir stýri skilgreind betur en í fyrri lögum. Nýju lögin ná til allra snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta aksturinn. Einnig ná þau ekki bara til ökumanna vélknúinna ökutækja, heldur ökutækja almennt og bendir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á að það þýði að hjólreiðar séu nú meðtaldar. „Við fáum stundum tilkynningar frá almennum borgurum um ölvunarakstur. Þegar við svo stöðvum viðkomandi kemur í ljós að hann er ekki undir áhrifum áfengis, heldur í símanum og var úti um alla götu. Enda hafa niðurstöður rannsókna sýnt að það mætti jafnvel jafngilda ölvunarakstri að vera í símanum undir stýri,“ segir Guðbrandur. 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr 5000 krónum í 40. þúsund krónur. Í kjölfarið fór lögreglan í átak en árið 2017 voru tæp 400 slík brot skráð en árið 2018 hátt í 1000. Það sem af er ári hafa sex prósent fleiri brot verið skráð en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan. En 654 hafa þegar verið sektaðir, þessa fyrstu sex mánuði ársins. Guðbrandur segir að sektin bíti þá sem teknir eru en aukið eftirlit lögreglu sé ástæða fjölgunar skráðra brota en hann telji ekki fleiri vera að tala í símann en áður undir stýri. „Þetta er mikið hættubrot. Það er oft niðurstaða eftir til dæmis aftan á keyrslur að viðkomandi hefur ekki verið með athygli á veginum, heldur í símanum eða á skjáborðinu á samfélagsmiðlum eða einhverju öðru slíku. Það er alveg fráleitt í okkar huga að ökumaður sem á að bera ábyrgð og horfa á veginn fram undan sé að rýna í símann,“ segir hann. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. Átak lögreglunnar hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri. Í nýjum umferðalögum sem taka gildi næstu áramót eru brot vegna notkunar farsíma undir stýri skilgreind betur en í fyrri lögum. Nýju lögin ná til allra snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta aksturinn. Einnig ná þau ekki bara til ökumanna vélknúinna ökutækja, heldur ökutækja almennt og bendir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á að það þýði að hjólreiðar séu nú meðtaldar. „Við fáum stundum tilkynningar frá almennum borgurum um ölvunarakstur. Þegar við svo stöðvum viðkomandi kemur í ljós að hann er ekki undir áhrifum áfengis, heldur í símanum og var úti um alla götu. Enda hafa niðurstöður rannsókna sýnt að það mætti jafnvel jafngilda ölvunarakstri að vera í símanum undir stýri,“ segir Guðbrandur. 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr 5000 krónum í 40. þúsund krónur. Í kjölfarið fór lögreglan í átak en árið 2017 voru tæp 400 slík brot skráð en árið 2018 hátt í 1000. Það sem af er ári hafa sex prósent fleiri brot verið skráð en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan. En 654 hafa þegar verið sektaðir, þessa fyrstu sex mánuði ársins. Guðbrandur segir að sektin bíti þá sem teknir eru en aukið eftirlit lögreglu sé ástæða fjölgunar skráðra brota en hann telji ekki fleiri vera að tala í símann en áður undir stýri. „Þetta er mikið hættubrot. Það er oft niðurstaða eftir til dæmis aftan á keyrslur að viðkomandi hefur ekki verið með athygli á veginum, heldur í símanum eða á skjáborðinu á samfélagsmiðlum eða einhverju öðru slíku. Það er alveg fráleitt í okkar huga að ökumaður sem á að bera ábyrgð og horfa á veginn fram undan sé að rýna í símann,“ segir hann.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira