„Ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Gareth Bale fagnar marki með Real Madrid. Skiptir hann úr hvítu yfir í rautt? Vísir/Getty Fyrrum herforingi á miðju bæði Manchester United og Liverpool mælir með því að hans gamla félag í Liverpool reyni að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid. Paul Ince lék í tvö ár með Liverpool rétt fyrir aldarmótin og hafði áður hjálpað Manchester United að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum. Gareth Bale á enga framtíð hjá Real Madrid á meðan Zinedine Zidane ræður þar ríkjum en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert með hann hafa.Gareth Bale to Liverpool? Former England midfielder Paul Ince says the move would be a "perfect fit". More: https://t.co/L7K4hirpIPpic.twitter.com/OMoHGRblRb — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Bale er hins vegar á ofurlaunum og er líka með samning við Real Madrid til ársins 2022 eða næstu tvö tímabil. Velski landsliðsmaðurinn vill að ekki missa þann pening og það flækir málið talsvert því mörg félög í ensku deildinni myndu eflaust taka honum fagnandi. Ince mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi og þar meðal annars staða Gareth Bale hjá Real Madrid til umræðu. Ince segir að það væri betra fyrir Bale að fara til Liverpool en að fara aftur í sitt gamla félag Tottenham. Viðtalið við Paul Ince er aðgengilegt hér fyrir neðan.Gareth Bale to #LFC? 'I actually think if Liverpool can afford Bale then he should go there' @PaulInce says the Welshman could help the #UCL winners in their hunt for the Premier League Join us : : https://t.co/0kUniX6SeWpic.twitter.com/iW7hCOM3fH — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 22, 2019„Það er mín persónulega skoðun að ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann,“ sagði Paul Ince og hélt svo áfram. „Ef við skoðum þrjá fremstu menn liðsins þá hafa þeir verið að spila fótbolta í allt sumar. Sadio Mané var að klára Afríkukeppnina með Senegal, Mo Salah var með Egyptalandi og Roberto Firmino fór alla leið með Brasilíu í Copa America. Hversu mikla hvíld fá þessir leikmenn áður en tímabilið byrjar,“ spurði Ince. „Bale getur spilað á vinstri kanti, hann getur spilað á hægri kanti og hann getur spilað fyrir miðju. Þetta getur varla verið spurning um peninga fyrir Bale. Hann hlýtur að vilja fara til liðs sem er að fara að vinna eitthvað og þarna ertu með Evrópumeistarana sem rétt misstu af enska titlinum. Hvaða önnur lið hafa efni á honum. Manchester City og kannski Manchester United. Ég held að það væri ekki rétt hjá Gareth að fara aftur til Tottenham,“ sagði Paul Ince eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Fyrrum herforingi á miðju bæði Manchester United og Liverpool mælir með því að hans gamla félag í Liverpool reyni að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid. Paul Ince lék í tvö ár með Liverpool rétt fyrir aldarmótin og hafði áður hjálpað Manchester United að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum. Gareth Bale á enga framtíð hjá Real Madrid á meðan Zinedine Zidane ræður þar ríkjum en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert með hann hafa.Gareth Bale to Liverpool? Former England midfielder Paul Ince says the move would be a "perfect fit". More: https://t.co/L7K4hirpIPpic.twitter.com/OMoHGRblRb — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Bale er hins vegar á ofurlaunum og er líka með samning við Real Madrid til ársins 2022 eða næstu tvö tímabil. Velski landsliðsmaðurinn vill að ekki missa þann pening og það flækir málið talsvert því mörg félög í ensku deildinni myndu eflaust taka honum fagnandi. Ince mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi og þar meðal annars staða Gareth Bale hjá Real Madrid til umræðu. Ince segir að það væri betra fyrir Bale að fara til Liverpool en að fara aftur í sitt gamla félag Tottenham. Viðtalið við Paul Ince er aðgengilegt hér fyrir neðan.Gareth Bale to #LFC? 'I actually think if Liverpool can afford Bale then he should go there' @PaulInce says the Welshman could help the #UCL winners in their hunt for the Premier League Join us : : https://t.co/0kUniX6SeWpic.twitter.com/iW7hCOM3fH — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 22, 2019„Það er mín persónulega skoðun að ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann,“ sagði Paul Ince og hélt svo áfram. „Ef við skoðum þrjá fremstu menn liðsins þá hafa þeir verið að spila fótbolta í allt sumar. Sadio Mané var að klára Afríkukeppnina með Senegal, Mo Salah var með Egyptalandi og Roberto Firmino fór alla leið með Brasilíu í Copa America. Hversu mikla hvíld fá þessir leikmenn áður en tímabilið byrjar,“ spurði Ince. „Bale getur spilað á vinstri kanti, hann getur spilað á hægri kanti og hann getur spilað fyrir miðju. Þetta getur varla verið spurning um peninga fyrir Bale. Hann hlýtur að vilja fara til liðs sem er að fara að vinna eitthvað og þarna ertu með Evrópumeistarana sem rétt misstu af enska titlinum. Hvaða önnur lið hafa efni á honum. Manchester City og kannski Manchester United. Ég held að það væri ekki rétt hjá Gareth að fara aftur til Tottenham,“ sagði Paul Ince eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira