Breytt löggjöf í Danmörku gerir það erfiðara fyrir hjón að skilja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:45 Breytingarnar hafa mælst fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. vísir/epa Það er orðið erfiðara fyrir Dani að skilja nú en áður eftir að breytt skilnaðarlöggjöf tók gildi í landinu í apríl síðastliðnum. Breytingarnar hafa mælst vel fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. Samkvæmt breyttu löggjöfinni þurfa hjón nú að bíða í þrjá mánuði og sækja sér ráðgjöf áður en skilnaðurinn getur gengið í gegn. Eitt af markmiðum laganna er þannig að skilnaður verði sársaukaminni fyrir alla hlutaðeigandi. Skilnaðartíðni í Danmörku er ein sú hæsta í Vestur-Evrópu. Á árinu 2018 voru 15 þúsund skilnaðir í landinu á meðan 30 þúsund giftingar fóru fram. Gert Martin Hald, sálfræðingur og dósent við Kaupmannahafnarskóla, er einn af þeim sem komu að því að sníða ráðgjöfina sem verður skylda fyrir öll hjón með börn undir 18 ára aldri að mæta í ef parið vill skilja. Ráðgjöfinni er meðal annars ætlað að bæta samskipti.Á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi „Þetta snýst um að þú skiljir sjálfan þig, hvernig þú bregst við í þessum aðstæðum og hvernig börnin þín bregðast við, hvernig hægt er að komast í gegnum svona erfiðleika og hvernig hægt er að vera áfram uppalendur saman eftir skilnað. Þetta á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi og minnka þann fjölda daga sem fólk tekur sér frí frá vinnu vegna skilnaðar,“ segir Hald. Hann segir markmiðið bæði að gera skilnað ekki eins erfiðan tilfinningalega og að minnka kostnað samfélagsins af skilnuðum. Á vef Guardian er rætt við mann sem nýtti sér sambærilega ráðgjöf fyrir fjórum árum þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Hann segir að ráðgjöfin bjargi ekki hjónabandinu en hún hjálpi til við að sjá hluti í skýrara ljósi, einmitt þegar fólk á ef til vill erfitt með að hugsa rökrétt. Trine Schaldemose, forstöðumaður Mødrehjælpen, góðgerðarsamtaka sem aðstoða fjölskyldur, segir breytta löggjöf stórt skref fram á við. „Áður fyrr einblíndi kerfið meira á rétt foreldranna heldur en rétt barnanna. Margar ólíkar stofnanir, sem tengdust lítið innbyrðis, komu að skilnaðarmálum en þetta breytist nú,“ segir Schaldemose. Danmörk Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Það er orðið erfiðara fyrir Dani að skilja nú en áður eftir að breytt skilnaðarlöggjöf tók gildi í landinu í apríl síðastliðnum. Breytingarnar hafa mælst vel fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. Samkvæmt breyttu löggjöfinni þurfa hjón nú að bíða í þrjá mánuði og sækja sér ráðgjöf áður en skilnaðurinn getur gengið í gegn. Eitt af markmiðum laganna er þannig að skilnaður verði sársaukaminni fyrir alla hlutaðeigandi. Skilnaðartíðni í Danmörku er ein sú hæsta í Vestur-Evrópu. Á árinu 2018 voru 15 þúsund skilnaðir í landinu á meðan 30 þúsund giftingar fóru fram. Gert Martin Hald, sálfræðingur og dósent við Kaupmannahafnarskóla, er einn af þeim sem komu að því að sníða ráðgjöfina sem verður skylda fyrir öll hjón með börn undir 18 ára aldri að mæta í ef parið vill skilja. Ráðgjöfinni er meðal annars ætlað að bæta samskipti.Á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi „Þetta snýst um að þú skiljir sjálfan þig, hvernig þú bregst við í þessum aðstæðum og hvernig börnin þín bregðast við, hvernig hægt er að komast í gegnum svona erfiðleika og hvernig hægt er að vera áfram uppalendur saman eftir skilnað. Þetta á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi og minnka þann fjölda daga sem fólk tekur sér frí frá vinnu vegna skilnaðar,“ segir Hald. Hann segir markmiðið bæði að gera skilnað ekki eins erfiðan tilfinningalega og að minnka kostnað samfélagsins af skilnuðum. Á vef Guardian er rætt við mann sem nýtti sér sambærilega ráðgjöf fyrir fjórum árum þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Hann segir að ráðgjöfin bjargi ekki hjónabandinu en hún hjálpi til við að sjá hluti í skýrara ljósi, einmitt þegar fólk á ef til vill erfitt með að hugsa rökrétt. Trine Schaldemose, forstöðumaður Mødrehjælpen, góðgerðarsamtaka sem aðstoða fjölskyldur, segir breytta löggjöf stórt skref fram á við. „Áður fyrr einblíndi kerfið meira á rétt foreldranna heldur en rétt barnanna. Margar ólíkar stofnanir, sem tengdust lítið innbyrðis, komu að skilnaðarmálum en þetta breytist nú,“ segir Schaldemose.
Danmörk Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira