Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. júlí 2019 10:53 Hrafn Jökulsson kippir sér ekki upp við hótanir sem honum og Elísabetu Jökulsdóttur hafa borist. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. Hrafn og Elísabet Jökulsbörn hafa vakið mikla athygli undanfarna daga vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Hrafn segir að þau hafi bæði fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum um Hvalárvirkjun og umhverfisvernd. Mikið hafi verið í formi stuðningskveðja en þau grófustu hafi gengið nokkuð langt.Sjá einnig: Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum HvalárvirkjunarHrafn birti ljótustu ummælin á Facebook síðu sinni og vakti sérstaka athygli á eftirfarandi skilaboðum: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi.“ Í athugasemdum við frétt um mótmæli þeirra systkina er Elísabet einnig kölluð kjáni: „Þetta er nú meiri kjánin þessi Elísabet.“ Hrafn segist fyrst hafa orðið var við ýmis ljót ummæli í gær, meðal annars í athugasemdum við fréttina um systur sína á Vísi, í SMS-um og í einkaskilaboðum á Facebook. „Við kippum okkur ekki mikið upp við þetta." Þó segist hann hafa birt verstu ummælin á Facebook síðu sinni, sérstaklega ef þeim var beint til Elísabetar. „Ég hef þá reglu að ef fólk á eitthvað vansagt við mig og segir eitthvað þá verður það bara að eiga það við sjálft sig. En auðvitað ber að taka hótanir alvarlega og ég tek þær ekki alvarlega í minn garð en mér líkar illa við þegar fólk er að hóta fólki úr mínum frændgarði, eins og stóru systur minni henni Elísabetu, ég læt það ekki líðast.“ Hrafn segist ekki ætla að leita til lögreglu vegna ummælanna. „Nei, ég held að það verði bara aðallega að viðkomandi leiti sér sálfræðihjálpar. Ég held að það sé eina lausnin í málinu. Ef það er ekki hægt að taka málefnalega umræðu þá verður það bara svo að vera.“Elísabet Jökulsdóttir mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvalárvirkjun ákaft.Fréttablaðið/GVA„Ég er alveg fullfær um að verja sjálfan mig en þegar fólk hótar mínum nánustu þá verð ég að taka það bókstaflega.“ „Mér þykir bara dapurlegt að umræðan um umhverfismál skuli vera komin niður á þetta lága stig að þau okkar sem eru að berjast í þágu náttúru Íslands skuli sitja undir þessu.“Líður þér eins og meiri harka hafi færst í umræðu tengda umhverfismálum upp á síðkastið?„Á dauða mínum átti ég von en aldrei því að mér eða mínum yrði hótað lífláti fyrir baráttu í þágu náttúru Íslands,“ segir Hrafn. Hrafn segir baráttuna vera að færast á nýtt stig og hvatti alla „góðviljaða Íslendinga“ til að fylgjast með.Sjá einnig: Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun„Fáfræðin er alltaf leiðarljós þegar kemur að heimtufrekju, heimsku og fáfræði. Þannig að við verðum bara að vona að það sljákki í okkar góðu andstæðingum. Náttúra Íslands mun sigra að lokum,“ segir Hrafn. Hrafn segir að þessi ummæli myndu ekki hafa nein áhrif á baráttu þeirra: „Þau munu bara efla okkur og ekkert annað. Það er ekkert annað í stöðunni en sigur.“ Hrafn er jafnframt bjartsýnn á að sjónarmið umhverfisverndar verði ofan á í máli Hvalárvirkjunnar. „Við munum sigra í orustunni um Ísland, það er engin spurning.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. Hrafn og Elísabet Jökulsbörn hafa vakið mikla athygli undanfarna daga vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Hrafn segir að þau hafi bæði fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum um Hvalárvirkjun og umhverfisvernd. Mikið hafi verið í formi stuðningskveðja en þau grófustu hafi gengið nokkuð langt.Sjá einnig: Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum HvalárvirkjunarHrafn birti ljótustu ummælin á Facebook síðu sinni og vakti sérstaka athygli á eftirfarandi skilaboðum: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi.“ Í athugasemdum við frétt um mótmæli þeirra systkina er Elísabet einnig kölluð kjáni: „Þetta er nú meiri kjánin þessi Elísabet.“ Hrafn segist fyrst hafa orðið var við ýmis ljót ummæli í gær, meðal annars í athugasemdum við fréttina um systur sína á Vísi, í SMS-um og í einkaskilaboðum á Facebook. „Við kippum okkur ekki mikið upp við þetta." Þó segist hann hafa birt verstu ummælin á Facebook síðu sinni, sérstaklega ef þeim var beint til Elísabetar. „Ég hef þá reglu að ef fólk á eitthvað vansagt við mig og segir eitthvað þá verður það bara að eiga það við sjálft sig. En auðvitað ber að taka hótanir alvarlega og ég tek þær ekki alvarlega í minn garð en mér líkar illa við þegar fólk er að hóta fólki úr mínum frændgarði, eins og stóru systur minni henni Elísabetu, ég læt það ekki líðast.“ Hrafn segist ekki ætla að leita til lögreglu vegna ummælanna. „Nei, ég held að það verði bara aðallega að viðkomandi leiti sér sálfræðihjálpar. Ég held að það sé eina lausnin í málinu. Ef það er ekki hægt að taka málefnalega umræðu þá verður það bara svo að vera.“Elísabet Jökulsdóttir mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvalárvirkjun ákaft.Fréttablaðið/GVA„Ég er alveg fullfær um að verja sjálfan mig en þegar fólk hótar mínum nánustu þá verð ég að taka það bókstaflega.“ „Mér þykir bara dapurlegt að umræðan um umhverfismál skuli vera komin niður á þetta lága stig að þau okkar sem eru að berjast í þágu náttúru Íslands skuli sitja undir þessu.“Líður þér eins og meiri harka hafi færst í umræðu tengda umhverfismálum upp á síðkastið?„Á dauða mínum átti ég von en aldrei því að mér eða mínum yrði hótað lífláti fyrir baráttu í þágu náttúru Íslands,“ segir Hrafn. Hrafn segir baráttuna vera að færast á nýtt stig og hvatti alla „góðviljaða Íslendinga“ til að fylgjast með.Sjá einnig: Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun„Fáfræðin er alltaf leiðarljós þegar kemur að heimtufrekju, heimsku og fáfræði. Þannig að við verðum bara að vona að það sljákki í okkar góðu andstæðingum. Náttúra Íslands mun sigra að lokum,“ segir Hrafn. Hrafn segir að þessi ummæli myndu ekki hafa nein áhrif á baráttu þeirra: „Þau munu bara efla okkur og ekkert annað. Það er ekkert annað í stöðunni en sigur.“ Hrafn er jafnframt bjartsýnn á að sjónarmið umhverfisverndar verði ofan á í máli Hvalárvirkjunnar. „Við munum sigra í orustunni um Ísland, það er engin spurning.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira