Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 08:01 Skjáskot sem íranski byltingarvörðurinn birti af því þegar liðsmenn hans hertóku flutningaskipið á föstudag. Vísir/EPA Íranski byltingarvörðurinn birti í gær myndband sem sýnir grímuklædda og vopnaða hermenn síga um borð í olíuflutningaskip sem siglir undir bresku flaggi úr þyrlu. Hljóðupptökur sem einnig voru birtar sýna hvernig stjórnendur breskrar freigátu vöruðu Írani við því að hafa afskipti af flutningaskipinu. Olíuflutningaskipið og áhöfn þess var færð til hafnar í Íran á föstudag. Írönsk yfirvöld fullyrða að skipið hafi brotið alþjóðalög með því að hafa rekist á fiskiskip á Hormússundi og ekki sinnt köllum þess. Bresk stjórnvöld fullyrða aftur á móti að flutningaskipið, sem er í eigu sænskrar útgerðar, hafi verið innan lögsögu Óman þegar íranski byltingarvörðurinn hertók það. Á hljóðupptöku sem breskt öryggisfyrirtæki komst yfir og birti heyrast stjórnendur íransks skips skipa flutningaskipinu Stena Impero að breyta um stefnu. „Ef þið hlýðið verðið þið öruggir,“ segja Íranirnir, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnendur freigátu breska sjóhersins HMS Montrose skerast þá í leikinn og segja Stena Impero að ekki megi hindra för þess á alþjóðlegri siglingarleið. Þá biðja þeir írönsku byltingarverðina um að staðfesta að þeir ætli ekki að brjóta alþjóðalög með því að reyna að ganga um borð í flutningaskipið. Freigátunni tókst þó ekki að koma í veg fyrir að flutningaskipið væri hertekið. Vaxandi spenna hefur færst í samskipti Bretlands og Írans undanfarið. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að þrýsta á Breta og aðrar Evrópuþjóðir að halda lífi í kjarnorkusamningnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði skilið við í fyrra. Íranir hafa verið sakaðir um að ráðast á skip á Hormússundi, einni fjölförnustu siglingarleið heims en þeir hafa neitað öllum slíkum ásökunum. Þeir reiddust Bretum þegar för íransks flutningaskips var stöðvuð við Gíbraltar fyrr í þessum mánuði. Talið var að skipið flytti olíu til Sýrlands í trássi við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu þá að hertaka breskt skip á móti. Bretland Íran Tengdar fréttir Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Íranski byltingarvörðurinn birti í gær myndband sem sýnir grímuklædda og vopnaða hermenn síga um borð í olíuflutningaskip sem siglir undir bresku flaggi úr þyrlu. Hljóðupptökur sem einnig voru birtar sýna hvernig stjórnendur breskrar freigátu vöruðu Írani við því að hafa afskipti af flutningaskipinu. Olíuflutningaskipið og áhöfn þess var færð til hafnar í Íran á föstudag. Írönsk yfirvöld fullyrða að skipið hafi brotið alþjóðalög með því að hafa rekist á fiskiskip á Hormússundi og ekki sinnt köllum þess. Bresk stjórnvöld fullyrða aftur á móti að flutningaskipið, sem er í eigu sænskrar útgerðar, hafi verið innan lögsögu Óman þegar íranski byltingarvörðurinn hertók það. Á hljóðupptöku sem breskt öryggisfyrirtæki komst yfir og birti heyrast stjórnendur íransks skips skipa flutningaskipinu Stena Impero að breyta um stefnu. „Ef þið hlýðið verðið þið öruggir,“ segja Íranirnir, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnendur freigátu breska sjóhersins HMS Montrose skerast þá í leikinn og segja Stena Impero að ekki megi hindra för þess á alþjóðlegri siglingarleið. Þá biðja þeir írönsku byltingarverðina um að staðfesta að þeir ætli ekki að brjóta alþjóðalög með því að reyna að ganga um borð í flutningaskipið. Freigátunni tókst þó ekki að koma í veg fyrir að flutningaskipið væri hertekið. Vaxandi spenna hefur færst í samskipti Bretlands og Írans undanfarið. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að þrýsta á Breta og aðrar Evrópuþjóðir að halda lífi í kjarnorkusamningnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði skilið við í fyrra. Íranir hafa verið sakaðir um að ráðast á skip á Hormússundi, einni fjölförnustu siglingarleið heims en þeir hafa neitað öllum slíkum ásökunum. Þeir reiddust Bretum þegar för íransks flutningaskips var stöðvuð við Gíbraltar fyrr í þessum mánuði. Talið var að skipið flytti olíu til Sýrlands í trássi við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu þá að hertaka breskt skip á móti.
Bretland Íran Tengdar fréttir Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12
Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30