Fótbolti

Everton kaupir táning frá Juventus fyrir 4,2 milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Moise Kean er kominn í ítalska landsliðið.
Moise Kean er kominn í ítalska landsliðið. Getty/ Emmanuele Ciancaglini
Ítalski landsliðsframherjinn Moise Kean er orðinn samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton.

Everton kaupir Moise Kean á 29 milljónir punda en leikmaðurinn er á leið til Englands þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun á morgun.





Moise Kean er aðeins nítján ára gamall og fékk sín fyrstu alvöru tækifæri með Juventus á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði meðal annars 6 mörk í 13 deildarleikjum.

Moise Kean hefur skoraði tvö mörk í þremur landsleikjum fyrir Ítala en þau komu bæði í undankeppni EM 2020 í mars síðastliðnum.





Everton seldi Idrissa Gueye til Paris Saint Germain fyrir sömu upphæð í gær eða 29 milljónir punda. Peningar fyrir Gueye fóru því í kaupin á Moise Kean.

Moise Kean gæti hins vegar kostað Everton á endanum 37 milljónir punda með bónusgreiðslum nái leikmaðurinn ákveðnum markmiðum með Everton liðinu.

Moise Kean fær 2,75 milljónir punda í árslaun hjá Everton eða meira en 406 milljónir íslenskra króna. Hann er því með meira en milljón á dag í laun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×