VAR verður öðruvísi á Anfield og Old Trafford en á öðrum völlum í ensku deildinni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 09:00 Frá heimavelli Evrópumeistara Liverpool þar sem er enginn skjár. Getty/Michael Regan VAR verður notað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en enska deildin er sú síðasta af þeim stóru í Evrópu til að taka upp Varsjána, eins og VAR hefur verið íslenskuð af mörgum. VAR er orðið stór hluti af alþjóðlegum fótbolta og hefur verið notað í Meistaradeildinni frá 2017-18 og var notað á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Rússlandi sumarið 2018 sem og á heimsmeistari kvenna í Frakklandi í sumar. Flestir sjá þetta sem eðlilega þróun á íþróttinni í heimi tækninnar en aðrir hafa áhyggjur af því að varsjáin hægi of mikið á leiknum. Englendingar hafa miklar áhyggjur af töfunum á sínum leikjum.VAR is going to be different in the Premier League to the VAR we've seen so far https://t.co/cRctgT9aLFpic.twitter.com/K0G4BIiX5p — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Enska úrvalsdeildin ætlar því að passa upp á það að VAR hægi sem minnst á hröðum leik deildarinnar. Markmiðið er líka að draga sem minnst úr valdi dómarans á vellinum. Aðeins á að grípa til VAR í undantekningartilfellum. Aðeins má notast við VAR í fjórum kringumstæðum, þ.e. sem varða mörk, víti, bein rauð spjöld og þegar dómari ruglast á leikmönnum. VAR-dómararnir munu skoða aftur öll atvik leiksins en meiri áhersla verður lögð á góð samskipti þeirra og dómarans. Breska ríkisútvarpið fór vel yfir það hvernig VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni og má finna þá úttekt með því að smella hér.Skjáleysi á stórum völlum Eitt af því sem verður passað upp með VAR í vetur verður að halda öllum áhorfendum upplýstum um það sem er í gangi. Áhorfendur á leikjunum fá því að sjá endurtekningarnar breyti dómarinn dómi sínum. Þetta á þó ekki við á tveimur af frægustu leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar. Anfield (heimavöllur Liverpool) og Old Trafford (heimavöllur Manchester United). Þessir tveir leikvangar eru nefnilega ekki með skjái til að sýna umræddar endurtekningar. Þar verður að notast við tilkynningatöflu til að koma upplýsingum til áhorfenda. Ein af nýju áherslunum hvað varðar VAR er að dómararnir eiga nú að bíða með að flauta til hálfleiks og leikinn af ef að eitthvað atvik í blálokin kallar á frekari skoðun. Þeir flauta einu sinni til að stoppa leikinn en leikmenn yfirgefa ekki völlinn fyrr en að VAR-dómararnir eru búnir að fara yfir öll vafaatriði í lokasókninni. VAR verður heldur ekki notað til að meta það hvort markmenn fari af línunni í vítum eða hvort leikmenn hreyfi sig of snemma úr varnarvegg. Það verða dómararnir á vellinum að meta sjálfir. Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
VAR verður notað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en enska deildin er sú síðasta af þeim stóru í Evrópu til að taka upp Varsjána, eins og VAR hefur verið íslenskuð af mörgum. VAR er orðið stór hluti af alþjóðlegum fótbolta og hefur verið notað í Meistaradeildinni frá 2017-18 og var notað á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Rússlandi sumarið 2018 sem og á heimsmeistari kvenna í Frakklandi í sumar. Flestir sjá þetta sem eðlilega þróun á íþróttinni í heimi tækninnar en aðrir hafa áhyggjur af því að varsjáin hægi of mikið á leiknum. Englendingar hafa miklar áhyggjur af töfunum á sínum leikjum.VAR is going to be different in the Premier League to the VAR we've seen so far https://t.co/cRctgT9aLFpic.twitter.com/K0G4BIiX5p — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Enska úrvalsdeildin ætlar því að passa upp á það að VAR hægi sem minnst á hröðum leik deildarinnar. Markmiðið er líka að draga sem minnst úr valdi dómarans á vellinum. Aðeins á að grípa til VAR í undantekningartilfellum. Aðeins má notast við VAR í fjórum kringumstæðum, þ.e. sem varða mörk, víti, bein rauð spjöld og þegar dómari ruglast á leikmönnum. VAR-dómararnir munu skoða aftur öll atvik leiksins en meiri áhersla verður lögð á góð samskipti þeirra og dómarans. Breska ríkisútvarpið fór vel yfir það hvernig VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni og má finna þá úttekt með því að smella hér.Skjáleysi á stórum völlum Eitt af því sem verður passað upp með VAR í vetur verður að halda öllum áhorfendum upplýstum um það sem er í gangi. Áhorfendur á leikjunum fá því að sjá endurtekningarnar breyti dómarinn dómi sínum. Þetta á þó ekki við á tveimur af frægustu leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar. Anfield (heimavöllur Liverpool) og Old Trafford (heimavöllur Manchester United). Þessir tveir leikvangar eru nefnilega ekki með skjái til að sýna umræddar endurtekningar. Þar verður að notast við tilkynningatöflu til að koma upplýsingum til áhorfenda. Ein af nýju áherslunum hvað varðar VAR er að dómararnir eiga nú að bíða með að flauta til hálfleiks og leikinn af ef að eitthvað atvik í blálokin kallar á frekari skoðun. Þeir flauta einu sinni til að stoppa leikinn en leikmenn yfirgefa ekki völlinn fyrr en að VAR-dómararnir eru búnir að fara yfir öll vafaatriði í lokasókninni. VAR verður heldur ekki notað til að meta það hvort markmenn fari af línunni í vítum eða hvort leikmenn hreyfi sig of snemma úr varnarvegg. Það verða dómararnir á vellinum að meta sjálfir.
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira