VAR verður öðruvísi á Anfield og Old Trafford en á öðrum völlum í ensku deildinni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 09:00 Frá heimavelli Evrópumeistara Liverpool þar sem er enginn skjár. Getty/Michael Regan VAR verður notað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en enska deildin er sú síðasta af þeim stóru í Evrópu til að taka upp Varsjána, eins og VAR hefur verið íslenskuð af mörgum. VAR er orðið stór hluti af alþjóðlegum fótbolta og hefur verið notað í Meistaradeildinni frá 2017-18 og var notað á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Rússlandi sumarið 2018 sem og á heimsmeistari kvenna í Frakklandi í sumar. Flestir sjá þetta sem eðlilega þróun á íþróttinni í heimi tækninnar en aðrir hafa áhyggjur af því að varsjáin hægi of mikið á leiknum. Englendingar hafa miklar áhyggjur af töfunum á sínum leikjum.VAR is going to be different in the Premier League to the VAR we've seen so far https://t.co/cRctgT9aLFpic.twitter.com/K0G4BIiX5p — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Enska úrvalsdeildin ætlar því að passa upp á það að VAR hægi sem minnst á hröðum leik deildarinnar. Markmiðið er líka að draga sem minnst úr valdi dómarans á vellinum. Aðeins á að grípa til VAR í undantekningartilfellum. Aðeins má notast við VAR í fjórum kringumstæðum, þ.e. sem varða mörk, víti, bein rauð spjöld og þegar dómari ruglast á leikmönnum. VAR-dómararnir munu skoða aftur öll atvik leiksins en meiri áhersla verður lögð á góð samskipti þeirra og dómarans. Breska ríkisútvarpið fór vel yfir það hvernig VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni og má finna þá úttekt með því að smella hér.Skjáleysi á stórum völlum Eitt af því sem verður passað upp með VAR í vetur verður að halda öllum áhorfendum upplýstum um það sem er í gangi. Áhorfendur á leikjunum fá því að sjá endurtekningarnar breyti dómarinn dómi sínum. Þetta á þó ekki við á tveimur af frægustu leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar. Anfield (heimavöllur Liverpool) og Old Trafford (heimavöllur Manchester United). Þessir tveir leikvangar eru nefnilega ekki með skjái til að sýna umræddar endurtekningar. Þar verður að notast við tilkynningatöflu til að koma upplýsingum til áhorfenda. Ein af nýju áherslunum hvað varðar VAR er að dómararnir eiga nú að bíða með að flauta til hálfleiks og leikinn af ef að eitthvað atvik í blálokin kallar á frekari skoðun. Þeir flauta einu sinni til að stoppa leikinn en leikmenn yfirgefa ekki völlinn fyrr en að VAR-dómararnir eru búnir að fara yfir öll vafaatriði í lokasókninni. VAR verður heldur ekki notað til að meta það hvort markmenn fari af línunni í vítum eða hvort leikmenn hreyfi sig of snemma úr varnarvegg. Það verða dómararnir á vellinum að meta sjálfir. Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira
VAR verður notað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en enska deildin er sú síðasta af þeim stóru í Evrópu til að taka upp Varsjána, eins og VAR hefur verið íslenskuð af mörgum. VAR er orðið stór hluti af alþjóðlegum fótbolta og hefur verið notað í Meistaradeildinni frá 2017-18 og var notað á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Rússlandi sumarið 2018 sem og á heimsmeistari kvenna í Frakklandi í sumar. Flestir sjá þetta sem eðlilega þróun á íþróttinni í heimi tækninnar en aðrir hafa áhyggjur af því að varsjáin hægi of mikið á leiknum. Englendingar hafa miklar áhyggjur af töfunum á sínum leikjum.VAR is going to be different in the Premier League to the VAR we've seen so far https://t.co/cRctgT9aLFpic.twitter.com/K0G4BIiX5p — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Enska úrvalsdeildin ætlar því að passa upp á það að VAR hægi sem minnst á hröðum leik deildarinnar. Markmiðið er líka að draga sem minnst úr valdi dómarans á vellinum. Aðeins á að grípa til VAR í undantekningartilfellum. Aðeins má notast við VAR í fjórum kringumstæðum, þ.e. sem varða mörk, víti, bein rauð spjöld og þegar dómari ruglast á leikmönnum. VAR-dómararnir munu skoða aftur öll atvik leiksins en meiri áhersla verður lögð á góð samskipti þeirra og dómarans. Breska ríkisútvarpið fór vel yfir það hvernig VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni og má finna þá úttekt með því að smella hér.Skjáleysi á stórum völlum Eitt af því sem verður passað upp með VAR í vetur verður að halda öllum áhorfendum upplýstum um það sem er í gangi. Áhorfendur á leikjunum fá því að sjá endurtekningarnar breyti dómarinn dómi sínum. Þetta á þó ekki við á tveimur af frægustu leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar. Anfield (heimavöllur Liverpool) og Old Trafford (heimavöllur Manchester United). Þessir tveir leikvangar eru nefnilega ekki með skjái til að sýna umræddar endurtekningar. Þar verður að notast við tilkynningatöflu til að koma upplýsingum til áhorfenda. Ein af nýju áherslunum hvað varðar VAR er að dómararnir eiga nú að bíða með að flauta til hálfleiks og leikinn af ef að eitthvað atvik í blálokin kallar á frekari skoðun. Þeir flauta einu sinni til að stoppa leikinn en leikmenn yfirgefa ekki völlinn fyrr en að VAR-dómararnir eru búnir að fara yfir öll vafaatriði í lokasókninni. VAR verður heldur ekki notað til að meta það hvort markmenn fari af línunni í vítum eða hvort leikmenn hreyfi sig of snemma úr varnarvegg. Það verða dómararnir á vellinum að meta sjálfir.
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira