Fyrirgefur árásarmanninum sem myrti son hans Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 20:03 21 lét lífið í skotárásinni á laugardag. Vísir/Getty Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín. Jordan lést þegar hún reyndi að skýla syni þeirra fyrir skotum árásarmannsins og fannst hann á lífi undir líki móður sinnar. Lík Andre fannst svo í gær eftir erfiða bið fjölskyldunnar milli vonar og ótta en hann var aðeins 23 ára gamall þegar hann lést. Faðir Andre, Gilbert Anchondo, segir trúna hjálpa sér á þessum erfiðu tímum og að hann fyrirgefi árásarmanninum.Sjá einnig: Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu „Árásarmaðurinn gæti verið sonur minn. Ég fyrirgef honum því hann var ekki með réttu ráði. Djöfullinn var í honum. Ég er mjög trúfastur og ég fyrirgef honum,“ segir Gilbert í samtali við BBC. Hann hafði séð ungu fjölskylduna sama morgun og árásin átti sér stað. Hann hafði verið of seinn í vinnu og keyrði fram hjá húsi þeirra þar sem þau voru að búa sig undir að skutla dóttur sinni, Skylin, á klappstýruæfingu áður en þau lögðu leið sína í Walmart en Skylin fagnaði fimm ára afmæli þennan dag. Rúmum klukkutíma síðar bárust fregnir af skotárásinni. „Ég sé eftir því að hafa ekki stoppað og gefið þeim faðmlag, blessun og koss. En ég sá að þau voru hamingjusöm. Ég vildi ekki angra þau,“ segir Gilbert.Jordan og Andre giftu sig í fyrra.FacebookBróðirinn beðinn um að bera kennsl á mágkonu sína Þegar fjölskyldan heyrði af skotárásinni reyndu þau að setja sig í samband við Jordan og Andre um leið. Stuttu síðar barst bróður Andre, Tito, símtal úr númeri sem hann þekkti ekki. Þegar hann svaraði símanum var hann spurður hvort hann gæti borið kennsl á mágkonu sína Jordan en númer hans hafði komið upp á snjallúri hennar þegar þau reyndu að ná sambandi við hjónin. Þeim var sagt að Jordan hefði látið lífið í árásinni en sonur þeirra, Paul, væri á sjúkrahúsi eftir tveir fingur hans höfðu brotnað í árásinni. Lík Andre fannst ekki fyrr en í gær en fjölskyldan segist hafa haldið í vonina. Paul hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú í umsjá ömmu sinnar og afa. Tito, eldri bróðir Andre, segist vilja ættleiða drenginn en hann á sjálfur barn sem fæddist um svipað leyti og drengurinn. Þó börnin séu ung segir hann það vera erfitt að hugsa til þess að dóttir þeirra hjóna muni alltaf hugsa til afmælisdagsins sem dagsins sem móðir hennar dó.Reyndi að stöðva árásarmanninn Að sögn Tito sýna upptökur úr öryggismyndavélum að Andre hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þegar hann ætlaði að grípa vopnið hafi hann hins vegar skotið hann og hæft bæði hann og Jordan. „Ég er mjög stoltur af bróður mínum. Hann dó sem hetja. En ég er mjög leiður og reiður yfir því sem gerðist,“ segir Tito. „Ég mun alltaf muna að hann dó við það að reyna að bjarga eiginkonu sinni og syni – og jafnvel fleirum. Hann drýgði hetjudáð. En hann var alltaf þannig, jafnvel þegar hann var yngri.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín. Jordan lést þegar hún reyndi að skýla syni þeirra fyrir skotum árásarmannsins og fannst hann á lífi undir líki móður sinnar. Lík Andre fannst svo í gær eftir erfiða bið fjölskyldunnar milli vonar og ótta en hann var aðeins 23 ára gamall þegar hann lést. Faðir Andre, Gilbert Anchondo, segir trúna hjálpa sér á þessum erfiðu tímum og að hann fyrirgefi árásarmanninum.Sjá einnig: Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu „Árásarmaðurinn gæti verið sonur minn. Ég fyrirgef honum því hann var ekki með réttu ráði. Djöfullinn var í honum. Ég er mjög trúfastur og ég fyrirgef honum,“ segir Gilbert í samtali við BBC. Hann hafði séð ungu fjölskylduna sama morgun og árásin átti sér stað. Hann hafði verið of seinn í vinnu og keyrði fram hjá húsi þeirra þar sem þau voru að búa sig undir að skutla dóttur sinni, Skylin, á klappstýruæfingu áður en þau lögðu leið sína í Walmart en Skylin fagnaði fimm ára afmæli þennan dag. Rúmum klukkutíma síðar bárust fregnir af skotárásinni. „Ég sé eftir því að hafa ekki stoppað og gefið þeim faðmlag, blessun og koss. En ég sá að þau voru hamingjusöm. Ég vildi ekki angra þau,“ segir Gilbert.Jordan og Andre giftu sig í fyrra.FacebookBróðirinn beðinn um að bera kennsl á mágkonu sína Þegar fjölskyldan heyrði af skotárásinni reyndu þau að setja sig í samband við Jordan og Andre um leið. Stuttu síðar barst bróður Andre, Tito, símtal úr númeri sem hann þekkti ekki. Þegar hann svaraði símanum var hann spurður hvort hann gæti borið kennsl á mágkonu sína Jordan en númer hans hafði komið upp á snjallúri hennar þegar þau reyndu að ná sambandi við hjónin. Þeim var sagt að Jordan hefði látið lífið í árásinni en sonur þeirra, Paul, væri á sjúkrahúsi eftir tveir fingur hans höfðu brotnað í árásinni. Lík Andre fannst ekki fyrr en í gær en fjölskyldan segist hafa haldið í vonina. Paul hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú í umsjá ömmu sinnar og afa. Tito, eldri bróðir Andre, segist vilja ættleiða drenginn en hann á sjálfur barn sem fæddist um svipað leyti og drengurinn. Þó börnin séu ung segir hann það vera erfitt að hugsa til þess að dóttir þeirra hjóna muni alltaf hugsa til afmælisdagsins sem dagsins sem móðir hennar dó.Reyndi að stöðva árásarmanninn Að sögn Tito sýna upptökur úr öryggismyndavélum að Andre hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þegar hann ætlaði að grípa vopnið hafi hann hins vegar skotið hann og hæft bæði hann og Jordan. „Ég er mjög stoltur af bróður mínum. Hann dó sem hetja. En ég er mjög leiður og reiður yfir því sem gerðist,“ segir Tito. „Ég mun alltaf muna að hann dó við það að reyna að bjarga eiginkonu sinni og syni – og jafnvel fleirum. Hann drýgði hetjudáð. En hann var alltaf þannig, jafnvel þegar hann var yngri.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15