„Hefði breytt öllu ef við hefðum skorað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 20:18 Sigurbjörn og Ólafur Jóhannesson hafa stýrt Val undanfarin fimm ár. vísir/vilhelm Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, segir að það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikur liðsins gegn Ludogorets í kvöld hefði þróast ef Valsmenn hefðu nýtt þau tækifæri sem þeir fengu í byrjun leiks. Patrick Pedersen og Eiður Aron Sigurbjörnsson fengu úrvals færi sem ekki nýttust áður en Ludogorets komst yfir á 7. mínútu. Búlgörsku meistararnir voru 2-0 yfir í hálfleik, bættu svo tveimur mörkum við undir lokin og unnu 4-0 sigur og einvígið, 5-1 samanlagt. „Það hefði breytt öllu ef við hefðum skorað úr öðru hvoru færinu í upphafi leiks. Við fengum líka færi í seinni hálfleik til að minnka muninn í 2-1. Þá hefði kannski komið smá skjálfti í þá. Við fengum fjögur klassafæri í leiknum,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Vísi. En kom það honum á óvart hversu mörg góð færi Valur fékk í leiknum? „Við vissum að það væru möguleikar á móti þeim. Við komumst í færin en nýttum þau ekki.“ Þrátt fyrir góð færi var róður Vals þungur, enda andstæðingurinn gríðarlega sterkur. Sóknarleikur Búlgaríumeistaranna var beittur og Valsmenn áttu í miklum vandræðum með kantspil þeirra. „Þetta er hörkulið. Þeir eru með þannig leikmannahóp að þeir geta nánast skipt um lið milli deildar- og Evrópukeppni. Þeir eru með mjög hraða og öfluga leikmenn,“ sagði Sigurbjörn. Hannes Þór Halldórsson fór meiddur af velli í hálfleik og Lasse Petry í seinni hálfleik. Sigurbjörn kvaðst ekki vita nákvæmlega hvernig staðan á þeim væri. „Þetta var hnjask en þeir bera sig báðir ágætlega,“ sagði hann að lokum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Ludogorets - Valur 4-0 | Valsmenn rassskelltir í Razgrad Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli. 1. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, segir að það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikur liðsins gegn Ludogorets í kvöld hefði þróast ef Valsmenn hefðu nýtt þau tækifæri sem þeir fengu í byrjun leiks. Patrick Pedersen og Eiður Aron Sigurbjörnsson fengu úrvals færi sem ekki nýttust áður en Ludogorets komst yfir á 7. mínútu. Búlgörsku meistararnir voru 2-0 yfir í hálfleik, bættu svo tveimur mörkum við undir lokin og unnu 4-0 sigur og einvígið, 5-1 samanlagt. „Það hefði breytt öllu ef við hefðum skorað úr öðru hvoru færinu í upphafi leiks. Við fengum líka færi í seinni hálfleik til að minnka muninn í 2-1. Þá hefði kannski komið smá skjálfti í þá. Við fengum fjögur klassafæri í leiknum,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Vísi. En kom það honum á óvart hversu mörg góð færi Valur fékk í leiknum? „Við vissum að það væru möguleikar á móti þeim. Við komumst í færin en nýttum þau ekki.“ Þrátt fyrir góð færi var róður Vals þungur, enda andstæðingurinn gríðarlega sterkur. Sóknarleikur Búlgaríumeistaranna var beittur og Valsmenn áttu í miklum vandræðum með kantspil þeirra. „Þetta er hörkulið. Þeir eru með þannig leikmannahóp að þeir geta nánast skipt um lið milli deildar- og Evrópukeppni. Þeir eru með mjög hraða og öfluga leikmenn,“ sagði Sigurbjörn. Hannes Þór Halldórsson fór meiddur af velli í hálfleik og Lasse Petry í seinni hálfleik. Sigurbjörn kvaðst ekki vita nákvæmlega hvernig staðan á þeim væri. „Þetta var hnjask en þeir bera sig báðir ágætlega,“ sagði hann að lokum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Ludogorets - Valur 4-0 | Valsmenn rassskelltir í Razgrad Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli. 1. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira
Umfjöllun: Ludogorets - Valur 4-0 | Valsmenn rassskelltir í Razgrad Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli. 1. ágúst 2019 19:30