Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 17:57 Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Anton Brink/Vilhelm/Samsett Blaðamannafélag Íslands segist fordæma vinnubrögð Seðlabankana Íslands í kjölfar fyrirspurna Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi sem bankinn hefur veitt starfsfólki sínu. Seðlabankinn stefnir nú Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, vegna fyrirspurnar hans til bankans í nóvember í fyrra. Blaðamannafélagið hefur krafist þess að Seðlabankinn falli frá fyrirætlunum sínum og afhendi gögnin sem fyrirspurnin snýr að. Í nóvember síðasta árs sendi Ari fyrirspurn til Seðlabankans sem sneri að samningi sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, gerðu með sér. Samningurinn er sagður hafa snúið að styrk og launum í námsleyfi Ingibjargar á meðan hún sótti nám í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að greiðslur til Ingibjargar hafi verið á annan tug milljóna króna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði síðan í júlí að bankanum bæri að afhenda gögnin sem um ræðir.Málið varði almenning í landinu Í ályktun sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands segir að öllum megi vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varði almenning hér á landi og því sé beinlínis fráleitt af hálfu stjórnenda Seðlabankans að neita að veita upplýsingar um málið. Um sé að ræða sérstakt mál innan bankans sem virðist ekki styðjast við neinar þekktar reglur eða fordæmi. Því sé enn mikilvægara að upplýst sé um málið.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, skrifar undir ályktunina þar sem vinnubrögð Seðlabankans eru fordæmd.Vísir/Stefán„Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár,“ segir í ályktuninni. Eins fordæmir BÍ tilraun Seðlabankans „til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann.“ Vinnubrögð Seðlabankans beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Mat BÍ er að ólíðandi sé að blaðamenn þurfi að standa í „langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri“ til þess að fá aðgang að upplýsingum frá opinberum aðilum, sem þeir eigi rétt á samkvæmt upplýsingalögum. Eins segir BÍ blaðamann Fréttablaðsins hafa unnið málið af samviskusemi og einurð, auk þess sem niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið honum í vil. Nefndin hafi úrskurðað á þá leið að bankanum bæri að afhenda umrædd gögn, en bankinn kjósi þrátt fyrir það að höfða mál á hendur viðkomandi blaðamannafélagi. Krefst BÍ þess að Seðlabankinn láti af þeim fyrirætlunum og afhendi gögnin strax. Fyrir hönd BÍ skrifar Hjálmar Jónsson formaður undir ályktunina.Hér má nálgast ályktun Blaðamannafélags Íslands í heild sinni. Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00 Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands segist fordæma vinnubrögð Seðlabankana Íslands í kjölfar fyrirspurna Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi sem bankinn hefur veitt starfsfólki sínu. Seðlabankinn stefnir nú Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, vegna fyrirspurnar hans til bankans í nóvember í fyrra. Blaðamannafélagið hefur krafist þess að Seðlabankinn falli frá fyrirætlunum sínum og afhendi gögnin sem fyrirspurnin snýr að. Í nóvember síðasta árs sendi Ari fyrirspurn til Seðlabankans sem sneri að samningi sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, gerðu með sér. Samningurinn er sagður hafa snúið að styrk og launum í námsleyfi Ingibjargar á meðan hún sótti nám í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að greiðslur til Ingibjargar hafi verið á annan tug milljóna króna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði síðan í júlí að bankanum bæri að afhenda gögnin sem um ræðir.Málið varði almenning í landinu Í ályktun sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands segir að öllum megi vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varði almenning hér á landi og því sé beinlínis fráleitt af hálfu stjórnenda Seðlabankans að neita að veita upplýsingar um málið. Um sé að ræða sérstakt mál innan bankans sem virðist ekki styðjast við neinar þekktar reglur eða fordæmi. Því sé enn mikilvægara að upplýst sé um málið.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, skrifar undir ályktunina þar sem vinnubrögð Seðlabankans eru fordæmd.Vísir/Stefán„Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár,“ segir í ályktuninni. Eins fordæmir BÍ tilraun Seðlabankans „til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann.“ Vinnubrögð Seðlabankans beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Mat BÍ er að ólíðandi sé að blaðamenn þurfi að standa í „langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri“ til þess að fá aðgang að upplýsingum frá opinberum aðilum, sem þeir eigi rétt á samkvæmt upplýsingalögum. Eins segir BÍ blaðamann Fréttablaðsins hafa unnið málið af samviskusemi og einurð, auk þess sem niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið honum í vil. Nefndin hafi úrskurðað á þá leið að bankanum bæri að afhenda umrædd gögn, en bankinn kjósi þrátt fyrir það að höfða mál á hendur viðkomandi blaðamannafélagi. Krefst BÍ þess að Seðlabankinn láti af þeim fyrirætlunum og afhendi gögnin strax. Fyrir hönd BÍ skrifar Hjálmar Jónsson formaður undir ályktunina.Hér má nálgast ályktun Blaðamannafélags Íslands í heild sinni.
Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00 Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00
Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00
Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00