Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2019 12:08 Frá Sauðárkróki, höfuðstað Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Vísir/Pjetur „Við leggjumst gegn þessu í þessari mynd sem það er. Íbúar þessara svæða hafa aldrei verið spurðir hvort þeir vilji fá þetta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðaráðs Skagafjarðar, í tilefni af bókun, sem samþykkt var í gær, þar sem lýst er verulegri andstöðu við áform ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna,“ segir í bókun Skagfirðinga, sem send var Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðaráðs Skagafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggðaráðið bendir á að stærstur hluti þess svæðis, sem lagt sé til að falli undir þjóðgarð, sé afréttareign í þjóðlendu. „Í því felast meðal annars mikilvægir hagsmunir fyrir atvinnustarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði og getur kallað á ýmis konar breytingar varðandi umferð, girðingar, nýtingu afréttareignar innan þjóðgarðs og aðra þætti sem tengist valdheimildum sveitarfélagsins.“ Þá taki tillaga um afmörkun þjóðgarðsins ekki mið af aðalskipulagi sveitarfélaga. „Mörk þjóðgarðs virðast fyrst og fremst eiga að ráðast af eignarhaldi eða ráðstöfunarrétti ríkisins á landi, það er þjóðlendum, en ekki sjálfstæðu mati á þörf fyrir friðun einstakra landsvæða á faglegum forsendum þar sem tekið er ríkt tillit til fjölmargra hagaðila sem þyrftu að koma að málinu."Frá Varmahlíð í Skagafirði.Vísir/Vilhelm.„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir verulega fyrirvara við að afmörkun miðhálendisþjóðgarðs verði innan sveitarfélagsins að svo stöddu og miðað við þær forsendur sem byggt er á í fyrirliggjandi tillögu. Allar tillögur í þeim efnum þurfa að byggjast á hagsmunum og aðkomu heimaaðila á hverju svæði fyrir sig. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar áréttar jafnframt fyrri kröfu sína um að teknar verði saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist, áður en lengra er haldið áfram með undirbúning þjóðgarðs á miðhálendinu,“ segir meðal annars í bókun Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Landbúnaður Skagafjörður Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. 17. nóvember 2016 07:00 Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Nefnd umhverfisráðherra kannar forsendur hálendisþjóðgarðs Sett verður á fót nefnd, samkvæmt ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem falið verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu. 15. júní 2016 07:00 Bláskógabyggð á móti hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu "Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. 27. mars 2019 06:00 Aðgangsstýring möguleg fyrir nýjan miðhálendisþjóðgarð landsmanna Nýr miðhálendisþjóðgarður myndi ná yfir fjörutíu prósent landsins, stærstu eyðimörk, stærsta jökul og stærsta landsvæði Evrópu án samfelldrar búsetu. Alls á 21 sveitarfélag aðalskipulagsáætlun sem nær inn á svæðið eða allt 24. nóvember 2017 07:00 Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45 Telja Þjóðgarðastofnun skerða rétt sinn Á fjórða tug athugasemda bárust við drög að frumvarpi um stofnun Þjóðgarðastofnunar. Í drögunum eru þjóðgarðar og stjórnsýsla þeirra sameinuð. 7. september 2018 08:00 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
„Við leggjumst gegn þessu í þessari mynd sem það er. Íbúar þessara svæða hafa aldrei verið spurðir hvort þeir vilji fá þetta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðaráðs Skagafjarðar, í tilefni af bókun, sem samþykkt var í gær, þar sem lýst er verulegri andstöðu við áform ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna,“ segir í bókun Skagfirðinga, sem send var Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðaráðs Skagafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggðaráðið bendir á að stærstur hluti þess svæðis, sem lagt sé til að falli undir þjóðgarð, sé afréttareign í þjóðlendu. „Í því felast meðal annars mikilvægir hagsmunir fyrir atvinnustarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði og getur kallað á ýmis konar breytingar varðandi umferð, girðingar, nýtingu afréttareignar innan þjóðgarðs og aðra þætti sem tengist valdheimildum sveitarfélagsins.“ Þá taki tillaga um afmörkun þjóðgarðsins ekki mið af aðalskipulagi sveitarfélaga. „Mörk þjóðgarðs virðast fyrst og fremst eiga að ráðast af eignarhaldi eða ráðstöfunarrétti ríkisins á landi, það er þjóðlendum, en ekki sjálfstæðu mati á þörf fyrir friðun einstakra landsvæða á faglegum forsendum þar sem tekið er ríkt tillit til fjölmargra hagaðila sem þyrftu að koma að málinu."Frá Varmahlíð í Skagafirði.Vísir/Vilhelm.„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir verulega fyrirvara við að afmörkun miðhálendisþjóðgarðs verði innan sveitarfélagsins að svo stöddu og miðað við þær forsendur sem byggt er á í fyrirliggjandi tillögu. Allar tillögur í þeim efnum þurfa að byggjast á hagsmunum og aðkomu heimaaðila á hverju svæði fyrir sig. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar áréttar jafnframt fyrri kröfu sína um að teknar verði saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist, áður en lengra er haldið áfram með undirbúning þjóðgarðs á miðhálendinu,“ segir meðal annars í bókun Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Landbúnaður Skagafjörður Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. 17. nóvember 2016 07:00 Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Nefnd umhverfisráðherra kannar forsendur hálendisþjóðgarðs Sett verður á fót nefnd, samkvæmt ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem falið verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu. 15. júní 2016 07:00 Bláskógabyggð á móti hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu "Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. 27. mars 2019 06:00 Aðgangsstýring möguleg fyrir nýjan miðhálendisþjóðgarð landsmanna Nýr miðhálendisþjóðgarður myndi ná yfir fjörutíu prósent landsins, stærstu eyðimörk, stærsta jökul og stærsta landsvæði Evrópu án samfelldrar búsetu. Alls á 21 sveitarfélag aðalskipulagsáætlun sem nær inn á svæðið eða allt 24. nóvember 2017 07:00 Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45 Telja Þjóðgarðastofnun skerða rétt sinn Á fjórða tug athugasemda bárust við drög að frumvarpi um stofnun Þjóðgarðastofnunar. Í drögunum eru þjóðgarðar og stjórnsýsla þeirra sameinuð. 7. september 2018 08:00 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. 17. nóvember 2016 07:00
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45
Nefnd umhverfisráðherra kannar forsendur hálendisþjóðgarðs Sett verður á fót nefnd, samkvæmt ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem falið verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu. 15. júní 2016 07:00
Bláskógabyggð á móti hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu "Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. 27. mars 2019 06:00
Aðgangsstýring möguleg fyrir nýjan miðhálendisþjóðgarð landsmanna Nýr miðhálendisþjóðgarður myndi ná yfir fjörutíu prósent landsins, stærstu eyðimörk, stærsta jökul og stærsta landsvæði Evrópu án samfelldrar búsetu. Alls á 21 sveitarfélag aðalskipulagsáætlun sem nær inn á svæðið eða allt 24. nóvember 2017 07:00
Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45
Telja Þjóðgarðastofnun skerða rétt sinn Á fjórða tug athugasemda bárust við drög að frumvarpi um stofnun Þjóðgarðastofnunar. Í drögunum eru þjóðgarðar og stjórnsýsla þeirra sameinuð. 7. september 2018 08:00
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45