Afþakkar boð Ísraelsríkis vegna hugsjóna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:03 Rashida Tlaib afþakkaði boð Ísraelsríkis um að ferðast til Vesturbakkans. getty/Chip Somodevilla Bandaríska þingkonan Rashida Tlaib hefur afþakkað boð Ísraelsríkis um að leyfa henni að ferðast til Vesturbakkans, þar sem amma hennar býr. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tlaib segir að hún geti ekki hundsað kúgunina sem verið sé að beita í Ísrael. Henni hafði verið bannað að ferðast til Ísrael í opinberum erindagjörðum en hún hefur opinberlega gagnrýnt stefnu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Þá tilkynntu yfirvöld Ísrael í dag að hún fengi að ferðast til landsins í persónulegum tilgangi ef hún samþykkti að hvetja ekki til sniðgöngu á Ísrael á meðan hún væri í landinu.Rashidu Tlaib (t.v.) og Ilhan Omar (t.h.) hefur verið meinað landvistarleyfi í Ísrael.getty/Mark WilsonÁstæða þess að yfirvöld í Ísrael veittu Tlaib sérstakt landvistarleyfi er sú að henni og annarri bandarískri þingkonu, Ilhan Omar, hafði verið bannað að koma til landsins á fimmtudag vegna þrýstings frá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Hann hafði hvatt ísraelsk stjórnvöld að refsa þeim en þær eru báðar múslimar og demókratar.Sjá einnig: Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonunaÞingkonurnar tvær hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag en ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna. Bandaríkin Ísrael Palestína Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Bandaríska þingkonan Rashida Tlaib hefur afþakkað boð Ísraelsríkis um að leyfa henni að ferðast til Vesturbakkans, þar sem amma hennar býr. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tlaib segir að hún geti ekki hundsað kúgunina sem verið sé að beita í Ísrael. Henni hafði verið bannað að ferðast til Ísrael í opinberum erindagjörðum en hún hefur opinberlega gagnrýnt stefnu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Þá tilkynntu yfirvöld Ísrael í dag að hún fengi að ferðast til landsins í persónulegum tilgangi ef hún samþykkti að hvetja ekki til sniðgöngu á Ísrael á meðan hún væri í landinu.Rashidu Tlaib (t.v.) og Ilhan Omar (t.h.) hefur verið meinað landvistarleyfi í Ísrael.getty/Mark WilsonÁstæða þess að yfirvöld í Ísrael veittu Tlaib sérstakt landvistarleyfi er sú að henni og annarri bandarískri þingkonu, Ilhan Omar, hafði verið bannað að koma til landsins á fimmtudag vegna þrýstings frá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Hann hafði hvatt ísraelsk stjórnvöld að refsa þeim en þær eru báðar múslimar og demókratar.Sjá einnig: Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonunaÞingkonurnar tvær hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag en ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna.
Bandaríkin Ísrael Palestína Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira