Jensína Kristín Böðvarsdóttir hefur gengið til liðs við alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Valcon. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Danmörku en hefur verið með starfsemi á Íslandi síðan 2012.
Í tilkynningu þar sem greint er frá ráðningu Jensínu er ferill hennar rakinn. Hún er m.a. sögð hafa verið framkvæmdastjóri hjá Alvogen, VP Global Strategic Planning & HR, 2015 til 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010 til 2015.
Auk þess er Jensína sögð hafa verið forstöðumaður sölu á einstaklingssviði hjá Símanum 2007 til 2010. Jafnframt var hún framkvæmdastjóri mannauðssviðs og viðskiptaþróunar hjá IMG, nú Capacent, á árunum 2001 til 2004.
Haft er eftir Torbin Nielsen, yfirmanni hjá Volcon, í tilkynningunni að nýi vinnustaðurinn þekki vel til Jensínu enda hafi þau unnið saman að margvíslegum verkefnum í gegnum árin. „Hennar eldmóður, jákvæðni og stefnumótandi hugsun smellpassar við Valcon teymið og við erum mjög ánægð með að hún sé gengin til liðs við okkur“ segir Torben.
„Hún hefur einnig starfað í ýmsum atvinnugreinum sem er dýrmætt fyrir Valcon og einkennandi fyrir okkar fólk. Við hlökkum til að vaxa enn frekar á Íslandi með Jensínu.”
Framkvæmdastjóri frá Alvogen til Valcon
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Trump-tollar tóku gildi í nótt
Viðskipti erlent

Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent


Enn ein eldrauð opnun
Viðskipti innlent

Lækkanir halda áfram
Viðskipti innlent

Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike
Viðskipti innlent

Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu
Viðskipti innlent

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent
